Föstudagurinn 24. október árið 1975 er eftirminnilegur dagur í sögu Íslands en þá fóru konur í verkföll til að sýna fram á hversu mikilvæg launuð og ólaunuð störf þeirra væru fyrir samfélagið. Dagurinn markaði spor í sögu íslenskrar og alþjóðlegrar kvennabaráttu en talið er að allt að 90% kvenna hafi tekið þátt í verkfallinu og mættu um það bil 25.000 konur á stærsta útifönd sögunnar á þessum tíma í miðborg Reykjavíkur.
Dagurinn hefur vakið athygli út fyrir landsteinanna, vægt til orða tekið. YouTube-parið „The Demouchets“ tóku á dögunum þessa baráttu kvenna á Íslandi fyrir í þætti sínum og má sjá viðbrögð þeirra á myndskeiði sem þau birtu á síðu sinni á aðfangadag. Nútíminn birtir myndskeiðið hér fyrir neðan.