Youtube rásin Just Icelandic birti á dögunum fallegt myndband sem tekið er á dróna sem flogið er í gegnum nyrsta þorp landsins, Raufarhöfn.
Myndbandið sýnir þorpið í sinni tærustu mynd og fangar bæði gömul hús og yfirgefið atvinnuhúsnæði en einnig nýbyggingar og mannlíf á svæðinu.
Í þorpinu mætast gamli og nýi tíminn á fallegan hátt en mannlíf hefur verið að glæðast á svæðinu og er ekki langt síðan að auglýst var að hægt væri að vinna ýmiss ríkisstörf í fjarvinnu á svæðinu.
Þoka er yfir svæðinu þegar myndbandið er tekið sem gefur þorpinu vissa dulúð og er óhætt að segja að margir hafi áhuga á myndbandinu enda hafa rúmlega 10 þúsund manns skoðað það þegar þetta er skrifað.
Fallegur blús hljómar undir en hægt er að sjá myndbandið í spilaranum hér fyrir neðan.