Lögregla handtók dyraverði ónefnds skemmtistaðar vegna gruns um alvarlega líkamsárás en að sögn lögreglu voru mörg vitni að árásinni.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar er einnig tekið fram að ökumaður bifhjóls hafi reynt að stinga lögreglu af en bifhjólinu var ekið á rúmlega 200 kílómetra hraða á klukkustund en eftir talsverða eftirför tókst lögreglu að handsama manninn sem verður kærður fyrir fjölda brota.
Þá var tilkynnt um mann sem veifaði hníf í miðborginni en þegar lögregla hafði uppi á manninum var engan hníf að finna á honum.
Tveir menn voru einnig að slást fyrir utan verslun í miðbænum en lögregla hafði uppi á báðum aðilum og var annar þeirra vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknarhagsmuna.