Fyrrum UFC meistarinn Khabib Nurmagomedov, einn besti bardagakappi sögunnar, var nýlega fjarlægður úr flugvél Frontier Airlines eftir ágreining við áhöfnina um sæti hans en það var við neyðarútgang.
Atvikið átti sér stað í flugi frá Las Vegas til Los Angeles en flugfreyja lýsti yfir áhyggjum af enskukunnáttu hans ef neyðartilvik skyldi koma upp.
Þegar Nurmagomedov neitaði að færa sig voru öryggisverðir kallaðir til og hann beðinn um að yfirgefa vélina.
Nurmagomedov gagnrýndi flugfélagið harðlega á samfélagsmiðlum og gaf í skyn að kynþáttafordómar eða mismunun hefðu átt þátt í atvikinu.
Hann benti á að hann hefði fylgt öllum reglum og ekkert hefði verið sett út á enskukunnáttu hans við innritun.
Áhöfnin sökuð um fordóma
Atvikið hefur vakið athygli mannréttindasamtaka, þar á meðal Council on American-Islamic Relations (CAIR), sem krefjast rannsóknar á mögulegri kynþátta- eða trúarlegri mismunun.
Nurmagomedov var á leið til Los Angeles til að styðja við liðsfélaga sína þar á meðal frænda sinn Umar Nurmagomedov sem berst um titil í UFC 311 og Islam Makachev sem ver titil sinn í léttvigt um helgina.
Yfirlýsing Nurmagomedov:
„Fyrst og fremst þarf ég að útskýra að það var Fly Frontier, ekki Alaska Air.
Konan sem kom til mín með spurningar var mjög ókurteis frá upphafi og þrátt fyrir að ég tali mjög góða ensku, skilji allt og samþykkti að aðstoða krafðist hún þess að ég myndi yfirgefa sætið mitt.
Ég er ekki viss um hvort ástæðan var kynþáttur, þjóðerni eða eitthvað annað.
Eftir aðeins tveggja mínútna samtal kallaði hún til öryggisverði og ég var fjarlægður úr flugvélinni.
Eftir um einn og hálfan tíma fór ég um borð í annað flugfélag og hélt áfram til áfangastaðar míns.
Ég reyndi mitt besta að vera rólegur og sýna virðingu eins og sést á myndbandinu.
Hins vegar hefðu flugmennirnir í þessu tilfelli getað staðið sig betur með því að vera einfaldlega vingjarnlegir við farþegana.“
Myndband af atvikinu er hægt að sjá hér fyrir neðan.
UFC World Champion #khabibnurmagomedov removed from @FlyFrontier airplane because someone reported that she is not comfortable he is sitting next to the emergency exit. The only reason that comes to the mind that she knows he is Pro-#Palestine and Anti-#Israel.
Really they should… pic.twitter.com/wDBQuV0mkB— Shaheen (@shaheena45) January 13, 2025