Auglýsing

Eitt óþægilegasta Hollywood-viðtal í manna minnum: „Til hamingju með litlu bumbuna þína“ – MYNDBAND

Blake Lively er kannski ekki þekktasta leikkona í heimi en hún hefur heldur betur vakið athygli að undanförnu í fjölmiðlum vestanhafs en hún ásakaði meðleikara sinn að hafa fitusmánað sig þegar þau voru við tökur á kvikmyndinni „It Ends With Us“ sem er byggð á metsölubók Colleen Hoover.

Kvikmyndin hefur slegið í gegn vestanhafs en endalausar kjaftasögur um aðalleikara hennar hafa samt trompað allt tal um velgengni hennar.

Kvikmyndin er ein sú umtalaðasta á þessu ári en það er ekki vegna þess að þar er Óskarsverðlaunamynd á ferðinni, og Nútíminn ætlar ekkert mat að leggja á það enda höfum við ekki séð bíómyndina sem er nýkomin í kvikmyndahús hér á landi, heldur vegna deilna sem upp hafa komið á milli aðalleikara hennar. Í kvikmyndinni leikur Blake Lively konu að nafni Lily Bloom sem lendir í ofbeldisfullu sambandi við Ryle Kincaid, sem leikinn er að Justin Baldoni. Justin þessi lék ekki bara aðalhlutverkið í kvikmyndinni heldur leikstýrði hann henni einnig.

Kvikmyndin hefur slegið í gegn vestanhafs en endalausar kjaftasögur um aðalleikara hennar hafa samt trompað allt tal um velgengni hennar. Þetta hófst allt saman fyrr í mánuðinum þegar allir leikarar kvikmyndarinnar komu saman í New York til þess að fagna frumsýningu hennar. Þar stillti Blake Lively sér upp með öllum meðleikurum sínum nema Justin Baldoni. Þá horfðu þau á kvikmyndina í sitthvorum salnum í kvikmyndahúsinu.

Bakmeiðsli eða fitusmánun?

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs sprakk allt í loft upp þegar Baldoni á að hafa spurt einkaþjálfara Lively hvað hún væri þung – rétt áður en taka átti upp atriði þar sem hann lyfir henni upp. Baldoni hefur útskýrt að það hafi ekki verið vegna þess að hann hafi verið að „fitusmána“ hana eins og hún hefur haldið fram heldur einungis vegna þess að hann hafi átt við bakmeiðsl að stríða. Þau bakmeiðsli hafa síðan verið staðfest af lækni en þau skjöl voru opinberuð á dögunum.

Hvað sem því líður þá hefur núna skotið upp kollinum viðtal við Blake Lively sem var tekið af verðlaunablaðamanni í Bandaríkjunum. Blaðamaðurin heitir Kjersti Flaa en hún deildi myndbandinu í gær og sagði að viðtalið hafi „næstum því fengið hana til þess að hætta í vinnunni“ sinni. Hingað til höfðu umræður á samfélagsmiðlum allar verið í þá áttina að taka upp hanskann fyrir Lively í þessum deilum sínum við mótleikara sinn og leikstjóra kvikmyndarinnar „It Ends With Us“ en eftir þetta myndskeið hefur að minnsta kosti helmingi þess snúist hugur – samkvæmt miðlum vestanhafs.

Myndskeiðið sem breytti umræðunni

Upptakan er frá árinu 2016 en þá settist blaðamaðurinn, sem fæddist í Noregi en flutti svo vestur um haf þar sem hún hefur unnið til verðlauna fyrir störf sín, niður með Blake Lively og mótleikara hennar Parker Posey vegn kvikmyndarinnar Cafe Society. Kjersti hóf viðtalið á því að óska Lively til hamingju með litlu bumbuna sína en hún gekk þá með sitt annað barn. Faðir barnsins og eiginmaður Lively er öllu þekktari en hún, með fullri virðingu, en það er leikarinn Ryan Reynolds.

En þessar hamingjuóskir féllu í grýttan jarðveg…vægt til orða tekið. Það sést á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Þess ber að geta að blaðamaðurinn gekk ekki með barn undir belti þegar viðtalið átti sér stað….úps:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing