Auglýsing

Eltihrellismálið vindur enn upp á sig – Fleiri fórnarlömb stíga fram

Nútíminn hefur fjallað ítarlega um svokallað eltihrellismál, þar sem farið hefur verið yfir sögur einstaklinga sem lýsa skelfilegu áreiti sem þeir hafa sætt árum saman.

Umfjöllun um málið hefur einnig birst í hlaðvarpinu Harmageddon á Brotkast.is, þar sem farið hefur verið yfir lýsingar vitna og þolenda af síendurteknum ofsóknum, hótunum og sálrænu ofbeldi af hálfu sama einstaklings.

Karlmaður kvartar yfir skelfilegu áreiti frá kvenkyns kennara sem staðið hefur yfir í rúmt ár – Lögregla aðhefst ekkert

Umfjöllunin hefur vakið mikla athygli og nú hafa fleiri einstaklingar sent inn frásagnir af reynslu sinni af sömu konu.

Vangeta lögreglunnar til að takast á við málið virðist algjör, og þolendur segjast vera ráðalausir þar sem áreitið heldur áfram án afleiðinga fyrir gerandann.

Fleiri stíga fram

Eftir fyrri umfjöllun Harmageddon hlaðvarpsins sendu aðrir inn skilaboð og deildu þar sinni upplifun af viðkomandi einstaklingi.

Hún hefur hótað okkur lífláti, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“

Eitt slíkra skilaboða lýsti því hvernig fólk í kringum hana hafi lengi vitað um hegðun hennar, en að það sé fyrst núna sem hún hefur verið afhjúpuð opinberlega:

Þessi saga er lengri en svo, en fullt af fólki hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því hver hún er og hvað hún hefur gert. Nafn hennar hefur verið gefið upp, og loksins er þetta komið alveg upp á yfirborðið.“

Ég vann með henni fyrir fimm árum. Þá hafði hún logið um alls konar hluti og reynt að eyðileggja vinnu fyrir vinkonu sína, auk margra annarra gjörða. Síðan þá hefur hún snarversnað. Hún er algjörlega siðblind en kann að koma vel fyrir. Passið ykkur á henni, því hún hefur ótrúlegt ímyndunarafl. Stundum er eins og hún hafi ekkert betra að gera en að búa til falska reikninga og skíta yfir fólk.“

Fórnarlömbum skipt út þegar nýtt kemur inn

Guðbjörg Lára og maður hennar, Ólafur Guðmundsson, eru meðal þeirra sem hafa orðið fyrir eltihrellinum.

Guðbjörg lýsir því hvernig fjölskylda þeirra hafi verið elt í langan tíma og hvernig einstaklingurinn virðist algjörlega hafa fengið þau á heilann:

Síðustu fimm mánuði hafa ég, Óli og fjölskyldur okkar verið áreitt. Einstaklingurinn býr í sama bæjarfélagi og virðist líf hennar snúast um okkur. Ég skil ekki hvernig hún hefur tíma í allt sem hún er að gera og hvernig hún hefur svigrúm til að fylgjast svona mikið með okkur. Hún hefur hótað okkur lífláti, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“

Einnig hefur hún búið til falska Tinder-aðganga í nafni fórnarlamba sinna og jafnvel sett þau í auglýsingar sem gefa til kynna að þau séu að leita að ákveðnum „þjónustum.“

Í nokkrum tilfelli virðist málið hafa róast tímabundið á meðan ný fórnarlömb hafa orðið fyrir barðinu á henni.

Aðferðir eltihrellisins

Eitt fórnarlamba hennar lýsir því hvernig hún hefur hengt upp miða á opinberum stöðum með niðrandi og upplognum skilaboðum, oft með símanúmerum fólks svo aðrir geti haft samband við það.

Dæmi um miða sem fundist hafa innihalda meðal annars texta eins og:
„I am cleaning houses for free. I have no job and I am worthless really, so cleaning houses gives me hope. I am also good at massage with happy ending.”

Einnig hefur hún búið til falska Tinder-aðganga í nafni fórnarlamba sinna og jafnvel sett þau í auglýsingar sem gefa til kynna að þau séu að leita að ákveðnum „þjónustum.“

Skilaboð og hótanir

Mörg dæmi eru um illgjörn skilaboð sem einstaklingurinn hefur sent, bæði beint á fórnarlömbin og jafnvel til fjölskyldumeðlima þeirra.

Eitt dæmi er eftirfarandi skilaboð sem beint var að fjölskyldumeðlim:
„Ég komst að því að fitusvínið systir þín á þig sem bróður. Hvernig líður þér með að missa systur þína bráðum? Þú veist að hún er með mann sem hefur áreitt fullt af konum, nauðgað þeim og elt þær. Nú er systir þín föst með þessum hálfvita. Hún á skilið það sem kemur fyrir hana.“

Annað fórnarlamb fékk eftirfarandi hótun:
„Hey there, fat pig. Þú getur ekki sagt skítafíflinu kærastanum þínum að bílamyndavélin hans gæti verið biluð. Þú munt fá frið um leið og þú yfirgefur hann. Það er allt og sumt. Hann er slæmur maður.“

Afneitun móðurinnar

Þrátt fyrir fjölmargar ásakanir og vitnisburð þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á þessari konu heldur móðir hennar því fram að allt sé þetta lygi.

Hún hefur jafnvel hringt í fólk og sagt að um samsæri sé að ræða gegn dóttur sinni og fékk Nútíminn meðal annars slík skilaboð.

Í stað þess að hlusta á og taka til greina að dóttir hennar hafi margoft áreitt og eltihrellt fólk í mörg ár, heldur hún því fram að þetta sé samsæri.

Hvað tekur við?

Þegar litið er yfir þetta mál virðist engin lausn í sjónmáli.

Fórnarlömb hennar eru örmagna og þreytt á að vera skotmörk en um leið hefur lögreglan ekki gripið inn í að neinu marki.

Þegar mál eins og þessi koma upp, þar sem þolendur eltihrella fá lítinn sem engan stuðning frá yfirvöldum, vakna spurningar um hversu langt einstaklingur þarf að ganga áður en gripið er inn í.

Hægt er að sjá myndbrot úr þættinum hér fyrir neðan en til að horfa á allan þáttinn geturðu tryggt þér áskrift að Brotkast.is hérna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing