Eftir að dúóið VÆB var valið til að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision 2025 með lagið „RÓA“, hefur upp komið ásökun um að lagið sé stolið.
Ísraleski lagahöfundurinn Ofir Cohen heldur því fram að lagið sé nauðalíkt hinu vinsæla ísraelska brúðkaupslagi „Hatunat HaShana“, sem hann samdi fyrir tónlistarmennina Eitai Levy og Eyal Golan.
Cohen segir í viðtali við Israel Hayom að hann hyggist senda formlega aðvörun til íslenska Ríkissjónvarpsins.
Tveir valkostir í stöðunni
Hann segir að tvo möguleika í stöðunni, annað hvort verði samið um skaðabætur og hann skráður sem einn af höfundum lagsins eða að lagið verði dæmt úr leik.
Ef krafa Cohens verður ekki tekin til greina, segist hann ætla að krefjast þess að EBU (Evrópska útvarpssambandið) útiloki lagið frá keppninni.
Reglur Eurovision kveða á um að öll keppnislög verði að vera algjörlega frumleg, og því gæti niðurstaðan orðið sú að Ísland missi keppnisrétt sinn með þessu lagi.
Svipuð mál komið upp áður
Cohen vísar í fyrri mál sem fordæmi, þar á meðal málið um „Toy“ – sigurvegara Eurovision 2018 sem varð fyrir höfundarréttarkröfu frá bandaríska tónlistarmanninum Jack White.
Þeirri deilu lauk með samkomulagi þar sem White var skráður sem lagahöfundur og fékk hlutdeild í tekjum lagsins í kjölfarið.
Hvort þetta mál muni enda á svipaðan hátt eða leiða til þess að íslenska lagið verði dæmt úr keppni á eftir að koma í ljós.
Hlustaðu á bæði lög og dæmdu sjálf/ur.