Auglýsing

Faðir stúlkunnar sem lést eftir stunguárás sendir skilaboð í opnum Facebook hóp

Birgir Karl, faðir Bryndísar Klöru sem lést eftir stunguárásina á Menningarnótt sendi frá sér tilkynningu í Facebook hópnum Stjórnmálaspjallið.

Þar skrifaði Birgir Karl að Bryndís Klara væri dóttir hans og að hún væri hjartahlýjasta og saklausasta manneskja sem stigið hafi á þessa jörð.

Hann segir hana engu slæmu hafa trúað upp á aðra og hafa verið ljósberi fyrir alla sem henni kynntust.

Birgir segir að slíkar manneskjur séu í mestri hættu þegar ólíkir heimar skarast.

Hann segir svo að nú þurfi að hafa hátt og tryggja að martröð fjölskyldu hennar, missir þeirra og líf Bryndísar muni leiða til betri veruleika fyrir íslenskt samfélag.

„Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum,“ segir Birgir að lokum.

Hægt er að sjá færslu Birgis í heild sinni hér fyrir neðan og Nútíminn vottar Birgi og fjölskyldu hans dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum.

Færsla Birgis á Facebook

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing