Auglýsing

Fimm handteknir í vopnaðri lögregluaðgerð á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra lauk rétt í þessu umfangsmiklum aðgerðum í Glerárhverfi á Akureyri þar sem fimm einstaklingar voru handteknir í heimahúsi.

Aðgerðin hófst eftir að tilkynnt var um líkamsárás og hótanir þar sem vopnum var beitt.

Lögreglan var vopnuð við aðgerðirnar og lokaði nærliggjandi götum til að tryggja öryggi á svæðinu.

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til og stýrðu þeir handtökum á vettvangi.

Málið er á frumstigi rannsóknar, og lögreglan hefur að svo stöddu ekki gefið frekari upplýsingar um atvikið. Frekari þróun málsins verður tilkynnt síðar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing