Á þriðja hundrað manna mættu í samstöðugöngu sem Bandalag kennara á Norðurlandi eystra (BKNE) stóð fyrir á Akureyri í á mánudagskvöld.
Samkvæmt Akureyri.net hófst gangan við Rósenborg, gamla Barnaskóla Akureyrar, og hélt þaðan niður kirkjutröppurnar og út á Ráðhústorg.
Tilefni göngunnar var samstaða kennara í kjölfar nýfallins dóms í Félagsdómi en að sögn Hönnu Dóru Markúsdóttur, formanns BKNE, eru kennarar staðráðnir í að halda baráttunni áfram.
„Við vildum hittast til að efla samstöðuna. Við erum hvergi af baki dottin,“ sagði Hanna Dóra í samtali við Akureyri.net eftir viðburðinn.
Hún útskýrði að gangan hafi verið haldin samhliða samstöðufundi Kennarafélags Reykjavíkur á Austurvelli sem fór fram á sama tíma og forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína.
„Við töpuðum í Félagsdómi, en kennarar fara að lögum og mættu auðvitað til vinnu í morgun. Nú verða skipulagðar aðrar aðgerðir,“ bætti hún við.
Gangan fór friðsamlega fram, og þátttakendur lögðu áherslu á mikilvægi einingar innan stéttarinnar.