Auglýsing

Foreldrar barna í Breiðholtsskóla beðnir um að segja ekki frá ofbeldi í fjölmiðlum

Enn berast fréttir af málefnum Breiðholtsskóla sem hefur verið mikið í sviðsljósinu.

Foreldrar barna í skólanumhafa sent skriflega beiðni til skóla- og frístundaráðs þar sem þeir krefjast þess að börnum verði tryggður sálrænn, félagslegur og námslegur stuðningur, þar á meðal aðgengi að sálfræðingum og námsráðgjöfum.

Þeir vilja einnig sjá raunhæfa aðgerðaáætlun og reglulega upplýsingagjöf til foreldra, þar sem þeir telja að skortur á gagnsæi hafi verið valdur að því viðvarandi ástandi sem skapast hefur í skólanum.

Undarleg beiðni skólayfirvalda

Samkvæmt Morgunblaðinu voru foreldrar beðnir um að leita ekki til fjölmiðla með frásagnir af ofbeldinu í skólanum.

Þessi beiðni kemur þrátt fyrir að svo virðist sem það hafi verið fyrst og fremst umfjöllun fjölmiðla sem vakti skólayfirvöld til vitundar um vandann og neyddi þau til aðgerða.

Sagt hefur verið frá því að skóla- og frístundaráð hafi sagt að það kannaðist ekki við viðvarandi vanda innan skólans en raunin reyndist heldur betur önnur.

Formaður skóla- og frístundaráðs segist hafa haldið að allt væri á réttri leið í Breiðholtsskóla – Sögðust áður ekki kannast við vandamálið

Því virðist sem eina leiðin sem foreldrar barnanna hafi haft við andvaraleysi skólayfirvalda hafi einmitt verið að leita til fjölmiðla sem vörpuðu ljósi á málið og knúðu fram aðgerðir.

Nú er ætlunin að grípa inn í „af miklum þunga“, eins og formaður skóla- og frístundaráðs orðaði það.

Forsagan

Faðir stúlku í árganginum lýsti því að nánast engin kennsla hefði farið fram vegna ofbeldis og streitu sem nemendur upplifa.

Börn hafa verið beitt ofbeldi í frímínútum og eru í svo miklu streituástandi að það hefur áhrif á námsárangur þeirra.

Foreldrarnir telja að ofbeldismenningin í Breiðholtskóla hafi varpað ljósi á hvernig kerfið hefur brugðist börnum.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing