Auglýsing

Formaður skóla- og frístundaráðs segist hafa haldið að allt væri á réttri leið í Breiðholtsskóla – Sögðust áður ekki kannast við vandamálið

Reykjavíkurborg hefur sætt harðri gagnrýni vegna alvarlegs ofbeldis í Breiðholtsskóla, þar sem fámennur hópur nemenda hefur beitt önnur börn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, viðurkennir að borgin hefði hugsanlega átt að grípa harðar inn í og segir frekari aðgerðir nú hafnar.

Foreldrar og starfsfólk saka borgina um aðgerðaleysi

Foreldrar barna í skólanum sem og starfsfólk skólans hafa sakað borgaryfirvöld um að hafa brugðist börnunum í málinu.

Faðir stúlku í Breiðholtsskóla sagði í viðtali um helgina að ástandið væri svo slæmt að börn þori ekki í skólann af hræðslu.

Hann lýsir skólaumhverfi þar sem ofbeldishópur hafi náð að ráða ríkjum án viðeigandi íhlutunar.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar var í Reykjavík síðdegis í gær, 17.febrúar og ræddi þar málið.

Árelía Eydís, sem fer með málaflokkinn hjá borginni, viðurkennir að gripið hafi verið of seint inn í:
„Ég myndi segja að við höfum að einhverju leyti hugsanlega ekki stigið nógu fast niður.“

„Ég er fullviss um að það sem við erum að gera núna mun breyta miklu. Ég er alveg komin með ró í hjarta yfir því sem við erum að gera“

Þetta svar hlýtur þó að teljast undarlegt þar sem Skóla- og Frístundasvið hafði áður svarað fyrirspurn Morgunblaðsiins með því að segja:

„Ekki er vitað hvað átt er við með þeirri full­yrðingu sem þessi fyr­ir­spurn fel­ur í sér um einelt­is- og of­beld­is­vanda til margra ára,“ seg­ir í svar­inu.

Verri félagsfærni barna talin einn af áhrifavöldunum

Samkvæmt Árelíu Eydísi er versnandi félagsfærni barna einn af lykiláhrifavöldunum í ástandinu.

Hún segir að um sé að ræða víðtækt samfélagsvandamál sem kalli á breiðari nálgun en aðeins viðbrögð skólans.
„Við þurfum bæði að styðja nemendur og börnin okkar og við sem samfélag að taka utan um það breytta samfélag sem við stöndum frammi fyrir.“

Hún bætir við að skólastarf hafi orðið flóknara á síðustu árum, þar sem nemendur takist á við erfiðari félagslegan veruleika en áður.

Breytingar í vændum eftir fund með foreldrum

Eftir að málið komst í hámæli var haldinn foreldrafundur fyrir nú helgi þar sem borgin lofaði að grípa til aðgerða.

Árelía segir nú þegar hafa verið ráðist í umfangsmiklar breytingar og að hún sé bjartsýn á að þær muni skila árangri.
„Ég er fullviss um að það sem við erum að gera núna mun breyta miklu. Ég er alveg komin með ró í hjarta yfir því sem við erum að gera.“

Ekki hefur þó verið gefið upp nákvæmlega hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar eða hvernig tryggt verður að ofbeldið í skólanum linni.

Foreldrar hafa krafist skýrari aðgerða og tafarlausrar verndar fyrir börn sín í skólanum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing