Auglýsing

Fyrrum starfsmaður BBC og National Geographic dæmdur fyrir nauðgun og pyntingar á yfir 40 hundum

Breskur maður sem er þekktur fyrir að meðhöndla krókódíla hefur verið dæmdur í rúmlega 10 ára fangelsi í Ástralíu fyrir viðurstyggilegt dýraníð.

Adam Britton er þekktur sérfræðingur þegar kemur að dýrum og hefur unnið fyrir bæði BBC og National Geographic en hann játaði sök í 56 ákærum fyrir dýraníð. Hann hefur meðal annars unnið með hinum heimskunna David Attenborough.

Til að kóróna viðbjóðinn játaði Britton einnig sök í fjórum ákærum um vörslu barnaníðs.

Samkvæmt BBC þótti mikið af því sem Britton er ákærður fyrir hreinlega of ógeðslegt til að hafa eftir en jafnvel eftir aðvörunina þurftu margir að yfirgefa réttarsalinnsalinn er glæpunum var lýst í smáatriðum og brustu sumir í grát.

Hinn 53 ára gamli Britton tók upp þegar hann pyntaði og nauðgaði dýrunum, aðallega hundum, og birti það svo undir dulnefni á internetinu og flest lifðu meðferðina ekki af.

Britton skýrði frá því að hann notaði síður eins og Marketplace til að finna dýr sem fólk var að gefa eða selja ódýrt til þess að komast yfir hunda.

Naut þess að kvelja dýrin

Dómari málsins sagði að sú ógeðslega og augljósa ánægja sem Britton fékk út úr því að pína dýrin gæti varla talist mannleg.

Britton hlaut rúmlega 10 ára fangelsi fyrir og las upp afsökunarbréf sitt áður en dómur féll þar sem hann segist sjá mikið eftir meðferð sinni á dýrunum.

Þar sem Britton hefur setið í nokkurn tíma í fangelsi gæti hann hlotið reynslulausn í september 2028.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing