Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að töluvert brothljóð bærust frá Rimaskóla en þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að búið var að brjóta mikið magn af rúðum í skólanum.
Þegar betur var að gáð kom í ljós að einhver hafi einnig brotið sér leið inn í skólann og valdið þar miklu tjóni. Lögreglan rannsakar málið en þetta er á meðal þess sem stendur í dagbók embættisins og nær yfir verkefni lögreglunnar frá 17:00 til 05:00 í morgun.
Þá var einnig tilkynnt að óvelkominn aðili væri að berja húsnæði að utan, húsráðandi sagðist ekki þekkja aðilann. Þegar lögregla er á leiðinni á vettvang bætir tilkynnandi við að maðurinn sé búinn að brjóta sér leið inn á sameignina. Hann handekinn þegar lögregla kom á vettvang. Hann undir miklum áhrifum fíknefna og verður tekin skýrsla af honum þegar af honum rennur.
Tvær tilkynningar bárust um erfiðan og ógnandi aðila í miðbænum. Þegar lögregla hafði upp á aðilanum þá kom í ljós að um þekktan aðila var að ræða. Gekk vel að ræða við hann og þáði hann far heim til sín.