Auglýsing

Halda lista yfir fyrirtæki sem gefa ekki til „hinsegin samfélagsins“

Aðgerðasinninn Mars Proppé og Bjarndís Helga Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna 78 fóru yfir fyrirbærið „bleikþvott“ og hvað það þýðir.

MBL.is birti viðtal við parið en Mars útskýrir fyrirbærið bleikþvott á þann veg að sum fyrirtæki séu að sveipa sig regnboganum til að þykjast sýna málstaðnum stuðning en gefi ekkert til hinsegin samfélagsins.

Mars er úr því sem MBL kallar grasrót hinsegin samfélagsins en sú grasrót hefur staðið að verkefni sem snýst um að halda lista yfir fyrirtæki sem sýni hinsegin samfélaginu svokallaða stuðning í raun og veru og þau sem vilja bara láta sem svo sé.

Mars segir að slíkur stuðningur geti verið margskonar og þurfi ekki endilega að vera fjárstyrkur heldur geti einnig verið í formi samtals og stuðnings við starfsfólk fyrirtækjanna.

Þarft að sjá hverjir eru bara orðin tóm

Erfitt getur verið að meta hvort fyrirtæki séu i raun að styðja við merkingu regnbogans en þaðan hafi hugmyndin að listanum komið og var hafist handa við að gera skjal þar sem hinsegin samfélagið og grasrótin geta safnað saman upplýsingum um raunverulegan stuðning fyrirtækjanna við samfélagið.

Með þessu móti sé hægt að koma í veg fyrir að fyrirtæki skreyti sig stolnum fjöðrum og fái að komast upp með að flagga regnboganum án þess að leggja neitt af mörkum til þess.

Mars heldur því fram að ætlunin með þessu sé ekki að hræða eða ásaka fyrirtæki.
„Við erum að kalla eftir að þegar fólk setur upp fána, sem við viljum endilega að fólk geri, að þá þýði það að það sé raunverulegur stuðningur á bak við það, en ekki bara að fólk vilji skreyta sig með okkar fjöðrum,“

Mars bendir einnig á að það sé heldur innantómur stuðningur að flagga fána í eina viku en sýna svo engan lit í 51 viku á árinu og þess vegna sé verið að hvetja fólk til að eiga samtöl bæði innan sinna fyrirtækja sem og við önnur fyrirtæki.

„Tilgangurinn er ekki að benda fingri og ásaka fyrirtæki heldur frekar að vekja fólk til umhugsunar“

Má ekki bendla Samtökin 78 við þetta

Þá segir Mars að eðli síns vegna sé mikilvægt að listinn komi ekki frá Samtökunum 78 heldur frá grasrót hreyfingarinnar því Samtökin séu stofnun en listinn verði að vera „grasrótarframtak“.

Erfitt hafi verið undanfarin ár að vita fyrir víst hvaða fyrirtæki séu raunverulega að leggja málefninu lið en með þessari leið verði það auðveldara.
„Vonandi vekur þetta fólk í stjórnunarstöðum innan stofnana til umhugsunar að pæla í því, erum við að sýna raunverulegan stuðning og hvernig getum við gert betur?“

Mars tók saman upplýsingar af vefsíðum mismunandi félagasamtaka um stuðningsmenn hinsegin samfélagsins og síðan listinn var gerður opinber hafa borist frekar upplýsingar frá fólki víðsvegar að um hvernig málefnum einstaka fyrirtækja sé háttað.

Formaður Samtakanna 78 segir að samtökin sjálf sendi ekki frá sér neina sérstakar yfirlýsingar um hugsanlegan bleikþvott fyrirtækja.

Dæmi um bleikþvott

Góð dæmi um bleikþvott má finna á myndinni fyrir neðan en á henni má sjá fyrirtæki setja regnbogalitina í merki sín á vesturlöndum en halda þeim óbreyttum þar sem slíkt er ekki vel séð eða hreinlega ólöglegt að vera „hinsegin“.

Hér má sjá hvernig sum fyrirtækja velja liti eftir löndum

Ekki allir sammála framtakinu

Undir frétt MBL á Facebook má sjá ummæli sem fæst eru jákvæð svo ekki lítur út fyrir að allir séu jafn ánægðir með framtak grasrótarinnar svokölluðu og Samtökin 78 en hér fyrir neðan má sjá nokkur ummæli.

„Ekki nóg að dyggðaflagga bara. Það þarf að borga líka.”

“Nei takk”

“Þetta er farin að verða dáldið sérstök umræða eða krafa. Ekki fyrir svo löngu voru fyrirtæki úthrópuð fyrir að styðja ekki við hinseginsamfélagið ef þeir flögguðu ekki regnbogafánanum. Nú er það ekki nóg að flagga þessum fána, núna þurfa fyrirtæki að leggja fél til samtakanna til að sýna stuðning.”

“Þegar krafan er orðin sú að til að geta flaggað þessum fána þá þarft þú að reiða fram fjárhagsstuðning á móti þá er nú fokið í flest skjól og held ég að fyrirtæki sleppi þessu frekar.”

“Mafíu taktar bara”

“Bara þessar yfirlýsingar eiga fólk og fyrirtæki og samfélög að hætta öllum stuðningi við þessi samtök.
Þetta eru sem kallað er öfgasamtök á hæsta stigi.”

“Þarf að borga til að sýna stuðning? Skrítin umræða.”

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing