Tveir hjúkrunarfræðingar í Ástralíu hafa verið reknir og sæta nú lögreglurannsókn eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem þau virtust hóta því að myrða ísraelska sjúklinga og lofuðu að neita þeim um meðferð.
Ástralski forsætisráðherrann, Anthony Albanese, fordæmdi myndbandið og sagði það vera „viðbjóðslegt og ógeðfellt“, en lögreglan í Nýja Suður-Wales (NSW) hefur staðfest að málið sé í rannsókn.
Hótaði ísraelskum sjúklingum á myndbandi
Myndbandið, sem hefur vakið mikla reiði á netinu, en það var áhrifavaldurinn Max Veifer sem birti það á TikTok en Veifer segist vera frá Ísrael.
Í því sést maður, sem segist vera læknir, segja Veifer að hann sé með „falleg augu“ en bæta síðan við: „Fyrirgefðu, þú ert Ísraeli“ áður en hann segist senda Ísraela til Jahannam – hugtaks í íslam sem lýsir helvíti.
Síðar í myndbandinu kemur kona á skjáinn og segir: „Einmitt, einn daginn mun tími þinn renna upp,“ áður en hún fullyrðir að hún muni aldrei veita Ísraelum læknisaðstoð. „Ég mun ekki meðhöndla þá, ég mun drepa þá.“
Yfirvöld fordæma atvikið
Heilbrigðisráðherra NSW, Ryan Park, staðfesti að báðir hjúkrunarfræðingarnir hafi verið reknir og að þau myndu aldrei starfa aftur innan heilbrigðiskerfis ríkisins.
„Það er ekkert pláss fyrir svona skoðanir í okkar heilbrigðiskerfi og ekkert umburðarlyndi fyrir slíkum viðhorfum í samfélaginu yfirhöfuð,“ sagði hann og bað gyðingasamfélagið í Ástralíu afsökunar.
Lögreglan í NSW heldur áfram rannsókn sinni á málinu, en umræddur spítali í Bankstown hefur fordæmt atvikið og segist ætla að grípa til frekari aðgerða til að tryggja að starfsmenn fylgi siðareglum og virði öll mannréttindi.
Hægt er að horfa á myndbandið í spilaranum hér fyrir neðan.
🚨#BREAKING: The Israeli influencer who captured the chilling video has released the UNEDITED clip, and it’s even worse than we thought
ABC can stop implying it was unfairly edited
The nurses wished him death immediately and then all Israelis
SIGN : https://t.co/uGABTzsHcM pic.twitter.com/dn9apfmLNW
— Avi Yemini (@OzraeliAvi) February 13, 2025