Mikil hætta hefur skapast í Hollywood-hæðum í Los Angeles vegna nýrra skógarelda sem blossuðu upp miðvikudagskvöld.
Eldurinn, sem hefur fengið nafnið Sunset Fire, kviknaði við 2300 North Solar Drive og er nú um 10 hektarar að stærð, að sögn slökkviliðs Los Angeles.
Eldurinn brennur milli Runyon Canyon og Wattles Park, tveggja vinsælla útivistarsvæða í hæðum Hollywood. Miklir vindar hafa gert aðstæður erfiðar og stuðlað að útbreiðslu eldsins.
Slökkviliðsmenn vinna nú hörðum höndum að því að hemja eldinn, með aðstoð loftslökkvibúnaðar og slökkvibíla.
Hingað til hafa engar tilkynningar borist um tjón á byggingum eða slys á fólki, en yfirvöld hafa hvatt íbúa í nágrenninu til að vera viðbúna rýmingu ef ástandið versnar.
Eldurinn er aðeins einn af mörgum skógareldum sem geisa í Los Angeles sýslu þessa dagana en þurrt veður og sterkir vindar hafa skapað kjöraðstæður fyrir eldinn.