Auglýsing

Hvað gerist ef alþjóðlegt neyðarástand skellur á? – Sjálfbær innlend matvælaframleiðsla varðar þjóðaröryggi

Í grein sem birtist á Vísi ræðir Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, mikilvægi fæðuöryggis á Íslandi og hvernig innlend matvælaframleiðsla spilar lykilhlutverk í að tryggja sjálfbærni þjóðarinnar.

Ágústa segir fæðuöryggi vera grundvallaratriði fyrir sjálfstæði og velferð þjóða.

Það feli í sér að allir hafi ávallt raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringaríkum matvælum.

Ágústa bendir á að Ísland er einangruð eyja í Norður-Atlantshafi, langt frá meginlandinu og án landamæra að öðrum ríkjum.

Varðar þjóðaröryggi

Hún segir þessa stöðu kalla á að hér sé lögð rík áhersla á sjálfbæra matvælaframleiðslu, enda geti ófyrirsjánleg áföll, eins og náttúruhamfarir, efnahagskreppa eða alþjóðlegar styrjaldir, sett fæðuframboð þjóðarinnar í hættu.

Ágústa leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að Ísland sé eins sjálfbært í matvælaframleiðslu og mögulegt sé, þó alltaf verði einhver þörf á innflutningi.

Hún telur hins vegar að stjórnvöld verði að stuðla að því að innlend framleiðsla sé stöðug og samkeppnishæf.

Í greininni kemur fram að innflutningur matvæla hafi aukist gríðarlega á síðustu árum á meðan hlutdeild innlendrar framleiðslu hefur dregist saman.

Á Íslandi gilda strangar reglur um aðbúnað búfjár og notkun sýklalyfja, sem er í algjöru lágmarki miðað við önnur lönd

Hún bendir á að þessi þróun sé ekki eingöngu afleiðing markaðsþróunar heldur bein afleiðing stefnu stjórnvalda og áhrifa þeirra sem hagnast á innflutningi.

Að mati höfundar hefur þetta veikt fæðuöryggi þjóðarinnar og aukið hættuna á ósjálfbærni í fæðuframboði.

COVID sýndi veikleikana í kerfinu

Hún bendir á að þegar COVID-19 faraldurinn skall á hafi komið í ljós að matarbirgðir í landinu nægðu aðeins til þriggja vikna.

Hún telur slíkt ástand algerlega óásættanlegt og kallar eftir að stjórnvöld tryggi nauðsynlegar birgðir af aðföngum sem ekki er hægt að framleiða innanlands, svo sem korni og eldsneyti.

Ekki settar sömu gæðakröfur á innflutt matvæli

Ágíusta bendir á að á Íslandi gilda strangar reglur um aðbúnað búfjár og notkun sýklalyfja, sem er í algjöru lágmarki miðað við önnur lönd.

Þrátt fyrir þetta eru innflutt matvæli oft ekki háð sömu kröfum.

Í mörgum ríkjum, sérstaklega þar sem svokallaður verksmiðjubúskapur er algengur, er sýklalyfjum blandað í fóður dýra til að hraða vexti og minnka afföll.

Hún bendir á að þetta auki hættuna á bakteríum með ónæmi fyrir sýklalyfjum, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur varað við sem eina af stærstu heilsufarsógnum heims.

Höfundur telur ósanngjarnt að íslenskir framleiðendur, sem lúta strangari reglum, þurfi að keppa við innflutt matvæli sem ekki standast sömu gæðakröfur.

Hún telur að stjórnvöld verði að tryggja að innflutt matvæli fylgi sömu reglum og þau sem eru framleidd innanlands, til að tryggja öryggi neytenda og styrkja innlenda framleiðslu.

Skýr stefna nauðsynleg

Að lokum hvetur Ágústsdóttir stjórnvöld til að setja skýra stefnu í landbúnaðarmálum sem styður við sjálfbæra matvælaframleiðslu og tryggir að Ísland verði minna háð innflutningi á nauðsynlegum aðföngum.

Hún telur þetta ekki aðeins vera spurningu um matvælaöryggi heldur einnig um lýðheilsu og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing