Auglýsing

Íslenski ofurhuginn sem ók upp fjallið Kaldbak keyrði núna yfir ána Blöndu

Nútíminn greindi frá íslenskum ofurhuga sem keyrði upp á fjallið Kaldbak en sá gerði sér lítið fyrir og ók yfir ána Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu.

Ökumaðurinn heitir Þór Þormar og hefur keppt í íslensku torfærunni á bílnum Thor sem einnig er þekktur sem KFC Buggy, undanfarin ár með góðum árangri en hefur undanfarið tekið upp á því að framkvæma ýmiss gjörninga undir stýri.

Þór fór yfir ána neðst í Blönduósnum en þar er áin um 100 metra breið en til að komast yfir á þennan hátt þarf að komast á mikinn hraða og enginn hægðarleikur að keyra yfir svo breiða á en fleytingin svokallaða fór fram kvöldið fyrir torfærukeppnina sem fram fer á Blönduósi í dag.

Hér má sjá loftmynd af ánni

Hefði hann ekki náð markmiði sínu hefði bíllinn sokkið á kaf og hefði þurft að hverfa frá keppni en Þór er sem stendur í öðru sæti í stigakeppni til Íslandsmeistara í torfærunni en Ingvar Jóhannesson er í því fyrsta.

Þór segist hvergi nærri hættur í uppátækjum sínum á torfærubílnum en hafi ekki ákveðið hvað hann taki sér fyrir hendur næst.

Hægt er að sjá nokkur myndbönd af afrekinu hér fyrir neðan og eru þau í mismiklum gæðum og frá mismunandi sjónarhornum.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing