Auglýsing

Íslenskt par eignaðist tvíbura eftir aðeins 25 vikna meðgöngu – Veitingastaður safnar fyrir þau

Veitingastaðurinn DJ Grill á Akureyri hefur tekið þá ákvörðun að bæta við sérstökum góðgerðarborgara á matseðilinn hjá sér.

Það var Akureyri.net sem sagði fyrst frá en þau eru búsett á Akureyri.

Hamborgarinn ber nafnið „Big Red“ og allur ágóði af sölu borgarans mun renna til styrktar Birgi Þór Þrastarsyni og Rannveigu Þorsteinsdóttur en þau eignuðust drengi þann 7. desember eftir aðeins 25 vikna meðgöngu.

Vegna þessa hafa þau þurft að dvelja langdvölum syðra með tilheyrandi vinnutapi, kostnaði og skipulagi til að takast á við þessa óvæntu breytingu á fjölskyldulífinu.

Allir þekkja gælunafnið

„Big Red“ er ekki bara nafnið á borgaranum heldur einnig viðurnefni sem tengist Birgi Þór sem er oft kallaður „Biggi rauði“ með vísan í hárlitinn hans.

Viðurnefnið kann einnig að tengjast fótboltaferli hans því hann var harður í horn að taka og gæti verið tilvísun í ákveðinn lit á spjaldi sem hann fékk oft að líta.

Það er ekki síður áhugavert að tengdapabbi Bigga, Þorsteinn Veigar Árnason, var lengi knattspyrnudómari en Biggi hefur nú breytt um hlutverk í fótboltanum og er orðinn dómari sjálfur.
„Þær eru fáar vikurnar sem hann hefur ekki droppað við síðan við opnuðum, fyrir að verða 15 árum!“ segir í auglýsingu frá DJ Grill þar sem eigendur ákváðu að bjóða upp á þessa sérstæðu borgara, í anda Bigga rauða.

Þeir sem vilja fá sér borgara og leggja góðu málefni lið geta farið og fengið sér Big Red á Dj Grill á Akureyri.

Allur ágóði fer rennur til fjölskyldunnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing