Auglýsing

Ísraelskir fótboltaðdáendur vanvirða þagnarstund fyrir fórnarlömb flóðanna á Spáni

Maccabi Tel Aviv frá ísrael og Ajax frá Hollandi mættust í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu þann 7.nóvember.

Ajax hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði 5-0 en það eru ekki fréttirnar sem vakið hafa athygli frá borginni.

Aðdáendur Maccabi eru kallaðir The Ultras og eru þekktir fyrir að vera mjög fjörugir en oft á tíðum óstýrilátir á leikjum og eru margar fótboltabullur meðal þeirra.

Hegðun þeirra í þetta skiptið hefur þó vakið hneykslan og reiði en fyrir leik var tilkynnt að mínútu þögn myndi eiga sér stað til að minnast þeirra sem fórust í flóðunum í Valencia héraði á Spáni.

Meðan á þagnarstundinni stóð létu aðdáendur Maccabi öllum illum látum og öskruðu og kölluðu og skutu flugeldum og hefur hegðun þeirra vakið mikla reiði.

Mikil reiði í Valencia

Myndband af þessari hegðun hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á Spáni og er óhætt að segja að mikil reiði sé út í stuðningsmenn félagsins þar.

„As a Valencian, I only hope that they don’t come play here in a long time. Everyone here has watched this.“

Þetta er einungis eitt af mörgum ummælum sem hafa litið dagsins ljós eftir atburðinn en erfitt er að segja hversu langur tími mun líða þar til The Ultras verða velkomnir aftur til Spánar eftir þessa hegðun því gífurleg reiði er á Spáni vegna flóðanna og hvernig yfirvöld brugðust fólkinu.

Þetta er þó sannarlega ekki einu átökin sem áttu sér stað en mikil átök brutust út eftir leik sem voru pólitísk í eðli sínu en þar virðist sem ísraelskir fótboltaaðdáendur og stuðningsmenn Palestínu hafi lent í miklum átökum.

Margar mismunandi frásagnir eru frá þessum átökum og mun Nútíminn segja frá þeim í annarri frétt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing