Auglýsing

Fjölmiðlar í krísu – þverrandi traust og hnignandi rekstrarumhverfi

Sýn sendi nýlega frá sér afkomuviðvörun og gerir ráð fyrir um 30% lægri rekstrarhagnaði á 
árinu 2024 en áður var gert ráð fyrir. Áætlað er að rekstrarhagnaður félagsins verði um 700
millj. kr. en áður var áætlað að rekstrarhagnaður myndi verða á bilinu 900 – 1.100 millj. kr.
 Auglýsingatekjur eru 258 millj. kr. undir áætlun og áskriftartekjur af sjónvarpsmiðlum 106
 mill. kr. undir áætlun. Hlutabréfaverð í Sýn tók dýfu og hefur nú þegar lækkað um 27% það
 sem af er ári. Þá lækkaði hlutabréfaverð í Sýn um rúm 32% á síðasta ári.

Sýn er aðallega á fjölmiðla- og fjarskiptamarkaði en birtir ekki starfsþáttayfirlit þannig að erfitt 
er að átta sig á þróun afkomu fjölmiðlahluta Sýnar. Flest félög sem eru skráð á
 hlutabréfamarkaði birta starfsþáttayfirlit þegar þau eru með fjölþætta starfsemi til að stuðla
 að góðri upplýsingagjöf til fjárfesta.


Stöðugt lækkandi traust til fjölmiðla

Það er ekki bara á íslandi þar sem hinir svokölluðu meginstraumsfjölmiðlar (e.mainstream
media) eiga undir högg að sækja. Vegna samdrátts í tekjum hafa stórir fjölmiðlar eins og
 CNN, Los Angeles Times og The Washington Post sagt upp hundruðum starfsmanna á
 undanförnum mánuðum. Þá hafa fjölmargir aðrir fréttamiðlar tilkynnt um uppsagnir eða
 fyrirhugaðar uppsagnir.

Rekstrarumhverfi meginstraumsfjölmiðla hefur ávallt verið krefjandi en að undanförnu hefur
 staða þeirra versnað hratt samfara minna trausti almennings til þeirra. Nýleg könnun Gallup
 leiddi í ljós að um 70% Bandaríkjamanna bera lítið eða ekkert traust til svokallaðra
 meginstraumsfjölmiðla.
 Áhorf og lestur á meginstraumsfjölmiðlum fer sífellt lækkandi og fólk leitar í sí auknum mæli til
nýmiðla á netinu, hlaðvörp og efnisveitur eins og Substack eða X (áður Twitter) til að fá
 áreiðanlegar fréttir. Þar eins og annars staðar skiptir máli að nota hyggjuvitið og finna út 
hverjir eru traustsins verðir.

Einhliða umfjallanir megin orsök hnignunar

Sérfræðingar eins og Jay Rosen frá New York University hafa bent á að fjölmiðlar þurfi að
endurskoða vinnubrögð sín ef þeir vilja endurheimta traust almennings. Þeir viðmælendur
 sem Nútíminn ræddi við töldu að helstu ástæður hnignunar meginstraumsmiðla væru einhliða 
umfjallanir þeirra um ákveðin málefni. Að þeir sem vildu benda á önnur sjónarmið væru ýmist
 þaggaðir niður eða skammaðir opinberlega af fjölmiðlum og handvöldum álitsgjöfum þeirra.
 Má þar nefna gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda í Covid faraldrinum, stríð Rússlands og Úkraníu,
 kynjamál og óheftan innflutning velferðarflóttamanna.
 Bent var á að öll framangreind málefni hafi verið þjóðarbúinu dýr og að þau muni hafa mikil og neikvæð áhrif
 á velferðarkerfi þjóðarinnar. Einnig hafi fólk haft á orði að það verði börn okkar sem muni bera mestan skaðann af vanhugsuðum aðgerðum 
eða aðgerðarleysi stjórnvalda sem fær að viðgangast án nokkurrar gagnrýni frá meginstraumsfjölmiðlum.

Kostnaður
af óráðsíu undanfarinna ára er enn sem komið er tekinn að láni hjá stjórnvöldum og léleg
menntun barna hefur áhrif framtíðar velferð þeirra og styrkleika atvinnulífsins á komandi
 áratugum. 
Þá benti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á í viðtali á árinu 2021 að Seðlabankinn myndi
hækka vexti ef ríkisstjórnin myndi ekki hætta hallarekstri. Það gekk ekki eftir með þeim 
afleiðingum að Íslendingar hafa búið við hávaxtastefnu með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið og þá sérstaklega ungt fólk með há húsnæðislán. Ljóst er að mikið verk bíður
 meginstraumsmiðlanna vilji þeir endurheimta það traust sem almenningur sýndi þeim áður.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing