Auglýsing

Kung pao kjúklingur sem þú verður að prófa!

Kung Pao kjúklingur er með vinsælli kínversku réttum sem til eru. Það er erfitt að standast þetta salta, sæta, súra, spicy bragð. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Til eru margar útgáfur af þessum rétti en þessi er nokkuð skotheld.

Hráefni í marineringu:

1 msk sojasósa

2 mirin (hrísgrjónavín, fæst í austurlenskum matvöruverslunum) má vera þurrt sherry í staðinn

1 1/2 tsk maíssterkja

1/2 kíló kjúklingabringa eða úrbeinuð læri, skorin í hæfilega munnbita

Hrærið sojasósu, miri, og maíssterkjunni vel saman í skál. Bætið kjúklingnum saman við og blandið vel. Leggið til hliðar og látið standa í amk 10 mín við stofuhita.

Hráefni í sósuna:

1 msk balsamik edik

1 tsk sojasósa

1 tsk hoisin sósa

1 tsk sesam olía

2 tsk sykur

1 tsk maíssterkja

1/2 tsk svartur pipar

2 msk bragðlaus olía

8 til 10 þurrkaðir rauðir chilli (fást í austurlenskum matvöruverslunum)

3 vorlaukar skornir í þunnar ræmur

2 hvítlauksgeirar maukaðir eða rifnir niður

1 tsk engifer rifið niður

1/2 dl salthnetur

Aðferð:

1. Blandaðu saman í skál, balsamik edik, sojasósu, hoisin sósu, sesam olíu, sykur, svörtum pipar og maíssterkju. Blandið vel saman þar til sykurinn og maíssterkan fara að leysast vel upp. Leggið til hliðar.

2. Hitaðu pönnu vel upp á háum hita. Bættu olíunni á pönnuna og settu þurrkaðan chilli á pönnuna og steiktu hann í um 30 sek eða þar til hann dekkist aðeins og þú ferð að finna ilminn af honum. Bættu núna kjúklingnum á pönnuna og steiktu hann í 2-3 mín. Ekki lengur en það.

3. Bættu núna vorlauk, hvítlauk og engifer og steikið í um 30 sek. Bætið næst sósunni á pönnuna og blandið vel . Síðast fara salthneturnar saman við og eldið í 2 mín í viðbót. Berið fram með hrísgrjónum og skreytið með söxuðum vorlauk.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing