Áhyggjur meðal sérfræðinga aukast verulega vegna nýlegra tilfella þar sem einstaklingar hafa misst sjónina eftir að hafa tekið þyngdartapslyfið Ozempic eða önnur sambærileg lyf.
Samkvæmt nýrri skýrslu hafa að minnsta kosti níu sjúklingar í Bandaríkjunum orðið blindir eftir að hafa notað semaglútíð (virka efnið í Ozempic) eða tirzepatíð (virka efnið í Mounjaro).
Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli þessara lyfja og sjúkdóma sem valda bólgum og hindra blóðflæði til augna sem getur leitt til alvarlegrar og stundum varanlegrar blindu.
Sérfræðingar telja að nákvæm orsök sé enn óljós en benda á að þessi lyf geti lækkað blóðsykursgildi hratt sem gæti skaðað æðar í augum og valdið sjónmissi.
Sjúklingar missa sjón
Ein kona fékk sprautu af semaglútíði til að meðhöndla sykursýki en vaknaði morguninn eftir blind á vinstra auga.
Hún hætti að nota lyfið í tvo mánuði en þurfti að byrja aftur vegna sykursýkinnar.
Tveimur vikum síðar missti hún sjónina á hægra auga.
Önnur kona sem hafði tekið semaglútíð í eitt ár, vaknaði eitt morgun og lýsti eins einkennunum eins og „sársaukalaus skuggi“ væri yfir vinstra auganu.
Skoðun leiddi í ljós skemmdir á æðum í sjónhimnu hennar sem orsökuðu blindu.
Ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur þessum aukaverkunum en sérfræðingar vestanhafs eru byrjaðir að vara fólk við að taka lyfið nema í samráði við lækni.