Auglýsing

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með mikilvæg skilaboð til foreldra sem eiga börn á framhaldsskólaaldri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar sem ætluð er foreldrum sem eiga börn á framhaldsskólaaldri.

Í tilkynningunni segir að rannsókni sýni að unglingar sem fá umhyggju, aðhald og eftirlit foreldra sinna upplifi betri líðan.

Þá segir einnig að þeim gangi betur í skóla og neyti síður áfengis og annarra vímuefna.

Þá mælir lögreglan með því að foreldrarnir skoði bækling sem heitir 18 ára ábyrgð en hann er hægt að finna á íslensku sem og sjö öðrum tungumálum á vefsíðu SAMAN hópsins.

Í bæklingnum er foreldrum meðal annars bent á að halda áfram að leiðbeina börnum sínum á þessum aldri og gleyma ekki að setja þeim skýr mörk.

Í honum segir einnig að hlutverk foreldra spili stóran þátt í að halda börnum og unglingum á beinu brautinni.

Skilaboð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing