Lögreglan leitar enn að manni sem er grunaður um að hafa dregið upp skotvopn í Reykjavík í nótt. Ýmislegt bendir til þess að hann hafi verið með alvöru vopn samkvæmt frétt sem birtist á Rúv.is
Lögreglu hefur enn ekki tekist að hafa upp á manninum sem er grunaður um að hafa brugðið upp skotvopni í austurborg Reykjavíkur um miðnætti. Lögregla hafði talsverðan viðbúnað vegna tilkynningar sem barst um manninn, en hann var horfinn á braut þegar lögregla kom á svæðið.
Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu Rúv að ekki sé hægt að slá föstu að maðurinn hafi pottþétt verið með alvöru byssu, en margt bendi til þess en farið hafi verið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum.
Lögregla er nú að fara yfir það sem þar sést, meðal annars hvort hægt sé að bera kennsl á manninn.