Árásin í München – Morðinginn hafði fengið synjun um hæli en var ekki vísað úr landi
Eins og fjallað hefur verið um ók 24 ára afganskur hælisleitandi bíl sínum á hóp mótmælenda í München þar sem mæðgur létu lífið af sárum sínum en dóttirin var einungis tveggja ára gömul og um 30 manns slösuðust.
Var synjað um hæli
Það sem nýlega er komið í ljós er hins vegar að maðurinn hafði fengið synjun um hæli í Þýskalandi árið 2017 en ekki verið vísað úr landi.
Að sögn þýskra fjölmiðla heitir árásarmaðurinn Farhad N og kom til Þýskalands árið 2016.
Hælisumsókn hans var hafnað árið 2017 og hann tapaði síðustu áfrýjun sinni árið 2019.
Engu að síður var honum heimilað að dvelja áfram í landinu samkvæmt „þolendreglunni“, sem kemur í veg fyrir brottvísun til hættulegra ríkja eins og Afganistans.
Með öðrum orðum þá þótti ekki mannúðlegt að senda hann aftur til Afganistan þrátt fyrir að honum hafi verið synjað um hæli.
Þýsk yfirvöld segja að Farhad hafi skömmu fyrir árásina birt efni á samfélagsmiðlum með íslamskum áróðri.
Hann hafði einnig áður verið sakfelldur fyrir minniháttar brot, þar á meðal búðarhnupl og fíkniefnabrot en þrátt fyrir það var honum ekki vísað úr landi þó svo að hann væri staddur ólöglega í landinu.
Mikil reiði vegna kerfisins
Atvikið hefur vakið mikla reiði, sérstaklega í ljósi þess að Farhad var synjað um hæli fyrir árum síðan en engu að síður var honum leyft að dvelja áfram í Þýskalandi.
Margir gagnrýnendur benda á að yfirvöld hafi brugðist í að framfylgja brottvísunum.
Þetta er sjötta árásin á síðustu tíu mánuðum sem framin er af erlendum ríkisborgara í Þýskalandi.
Umræður um öryggisógnir tengdar hælisleitendum hafa því magnast í aðdraganda kosninganna 23. febrúar.
Þar er búist við að hægri flokkurinn Alternative für Deutschland (AfD), sem krefst harðari innflytjendalöggjafar, styrki stöðu sína verulega.
Atvikið hefur enn og aftur vakið spurningar um af hverju brottvísunum er ekki framfylgt í Þýskalandi þegar endanleg höfnun á umsókn hælisleitenda hefur borist.
Fyrir neðan má sjá mynd af handtöku Farhad.