Auglýsing

Pentagon greiddi Reuters 9 milljónir dala – Segja peninginn hafa farið í „félagslega mótun“

Elon Musk hefur vakið mikla athygli eftir að hann opinberaði að fréttastofan Reuters hafi þegið 9 milljónir dala frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu (Pentagon) á árunum 2018-2022.

Samkvæmt Musk var greiðslan hluti af verkefni sem hann kallar „félagslega mótun“ (social engineering), og segir hann málið varpa ljósi á umfang ríkisafskipta af fjölmiðlum.

Myndin sem Musk birti á aðgangi sínum

Segir uppgefna ástæðu yfirvarp

Samkvæmt skýrslu sem Musk deildi var fjármagnið veitt í gegnum Varnarmálarannsóknarstofnun Bandaríkjanna (DARPA), sem hefur haldið því fram að greiðslurnar hafi verið ætlaðar netöryggisrannsóknum.

Hins vegar hefur þetta vakið upp spurningar um sjálfstæði fjölmiðla og áhrif stjórnvalda á fréttaflutning.

Í nýlegri færslu á X skrifaði Musk:
„Reuters was paid millions of dollars by the US government for ‘large scale social deception’. That is literally what it says on the purchase order! They’re a total scam. Just wow.”

Nútíminn greindi áður frá greiðslum sem stórir miðlar eins og Politico og BBC, eru sagpir hafa fengið frá USAID.

USAID eyddi milljörðum í áróðurs- og fjölbreytileikaverkefni um allan heim – George Soros fékk einnig tugi milljarða

Fréttamiðlar Evrópu fá fréttir sínar frá Reuters

Flestar fréttastofur í Evrópu reiða sig á svokallaðar „þrjár stóru“ fréttastofurnar fyrir erlendar fréttir en þær eru Reuters, Agence France-Presse (AFP) og Associated Press (AP).

Margir evrópskir fjölmiðlar birta fréttir frá þessum stofnunum nánast óbreyttar sem vekur upp spurningar um hvaða áhrif slík afskipti geta haft á fréttaflutninginn.

Reuters hefur enn ekki brugðist opinberlega við fullyrðingum Musk.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing