Hráefni:
- 2 msk ólívuolía
- 2 msk smjör
- 3 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 1/2 dl hvítvín
- safinn + rifinn börkur af 1 sítrónu
- 300 gr risarækjur
- 1 tilbúið pizzadeig, mælum með súrdeigs
- 2 dl rifinn mozzarella
- 1/2 dl rifinn parmesan
- 3/4 tsk ítalskt krydd
- chilliflögur
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 220 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.
2. Takið stóra pönnu og bræðið smjör og olíu. Bætið hvítlauk og rifnum sítrónuberki á pönnu og leyfið þessu að hita í um 1 mín. Næst fer hvítvín og sítrónusafi saman við og þessu leyft að malla í um 2 mín. Þá fara rækjurnar á pönnuna í nokkrar mín eða þar til þær eru orðnar fallega bleikar. Takið pönnuna af hitanum og leggið til hliðar.
3. Fletjið út pizzadeigið og leggið það á ofnplötuna. Penslið deigið vel með smjör/hvítlauksblöndunni af pönnunni. Raðið næst rækjunum á pizzuna og dreifið mozzarella og parmesan yfir ásamt ítölsku kryddi. Bakið pizzuna í um 10 mín eða þar til hún verður fallega gyllt og bökuð í gegn. Þegar hún kemur úr ofninum er hún toppuð með chilliflögum og jafnvel smá saxaðri steinselju.