Í þættinum Judging Freedom ræddi fyrrum dómarinn og núverandi fjölmiðlamaðurinn, Andrew Napolitano við fyrrum ofurstann Douglas McGregor, sem er einn reyndasti herforingi Bandaríkjanna.
Þeir ræddu vaxandi spennu í Miðausturlöndum og hættuna á að allsherjarstríð brjótist þar út.
Samkvæmt McGregor er staðan orðin svo alvarleg að hún sé líkleg til að leiða til stríðs sem gæti dregið Bandaríkin inn í átökin.
Egyptaland og önnur arabísk ríki að búa sig undir stríð
Egyptar hafa kallað til neyðarfund Arababandalagsins sem haldinn verður í Kaíró 4.mars en bandalagið samanstendur af sjö ríkjum, Egyptalandi, Írak, Jemen, Jórdaníu, Líbanon, Sádi-Arabíu og Sýrlandi en auk þeirra hefur verið greint frá því að fulltrúi Íran muni sitja fundinn.
McGregor fullyrti að Ísrael hafi með ákvörðun sinni um að loka fyrir matvæli, vatn og önnur nauðsynleg hjálpargögn til Gaza á meðan á Ramadan stendur, ýtt arabískum ríkjum út í það að bregðast með hervaldi.
Hann segir að þessi ákvörðun Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sé fordæmalaus árás á palestínska íbúa og hafi skapað einingu meðal arabaþjóða sem áður voru klofnar í afstöðu sinni.
Samkvæmt McGregor hefur Egyptaland þegar flutt meira en 50.000 hermenn að landamærum Ísraels á Sínaískaga, og fundur Arababandalagsins í Kaíró á gæti markað þáttaskil í deilunni.
Þar segir McGregor, að líklega verði sett fram krafa um að Ísrael láti af hernaðaraðgerðum gegn Palestínumönnum.
Ef Netanyahu hafnar því telur McGregor að stríð sé óumflýjanlegt.
„Ég tel að Ísrael gæti slegið fyrsta höggið til að forðast árás á sig en þeir gætu þá komist að því að arabísku ríkin eru tilbúin í stríð í þetta sinn,“ sagði McGregor.
„Við getum ekki leyft okkur annað stórt Miðausturlandastríð sem mun kosta Bandaríkin líf, fé og stöðugleika“
Hann benti á að Jórdanía, Sýrland og jafnvel Tyrkland gætu einnig tekið þátt í átökunum ef til þeirra kemur.
Að sama skapi sagðist hann viss um að Íran muni styðja Egyptaland í hernaði gegn Ísrael.
Ef þetta þróast á þann veg telur McGregor að allt Ísrael gæti verið í hættu.
„Ef þetta stríð brýst út og fer úr böndunum gæti það þýtt endalok Ísraels eins og við þekkjum það í dag,“ sagði hann.
Hann sagði andstæðinga Ísrael meðvitaða um hvar flugvellir og orkuver Ísraela eru staðsett og gætu ráðist á þau með mjög stuttum fyrirvara.
Hætta á þátttöku Bandaríkjanna
McGregor varaði við því að Bandaríkin gætu dregist inn í átökin, sérstaklega í ljósi þess að bandarískir hermenn hafa verið sendir til Miðausturlanda í auknum mæli að undanförnu.
„Við höfum nú þegar þjóðvarðliða á svæðinu því bandaríski herinn er of lítill til að geta brugðist við án þeirra,“ sagði hann. „Ef stríð hefst, verður óhjákvæmilegt að Bandaríkin verði beitt þrýstingi til að grípa inn í.“
Þrátt fyrir þetta segir McGregor að Bandaríkjamenn verði að standa saman og krefjast þess að ríkisstjórnin haldi sig utan stríðsins.
„Við getum ekki leyft okkur annað stórt Miðausturlandastríð sem mun kosta Bandaríkin líf, fé og stöðugleika,“ sagði hann og hvatti almenning til að þrýsta á stjórnvöld í Washington um að forðast þátttöku í átökunum.
Netanyahu lokar fyrir hjálpargögn
Í þættinum var einnig sýnd ræða Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels þar sem hann tilkynnti að Ísrael myndi stöðva alla flutninga á matvælum og vatni til Gaza þar sem hann sakar Hamas um að ræna hjálpargögnum og nýta þau í hernaðarskyni.
„Við munum ekki samþykkja að hjálpargögn verði notuð til að fjármagna hryðjuverk gegn okkur,“ sagði Netanyahu.
McGregor hafnaði þessum rökum og sagði að Netanyahu væri að stuðla að hörmulegri mannúðarkrísu sem gæti leitt til ófyrirsjáanlegra afleiðinga.
„Þetta er beint högg á íslamska heiminn á meðan á Ramadan stendur yfir. Þetta gæti verið neistinn sem kveikir stóra stríðið,“ sagði McGregor.
Úkraínumálið og áhrif á NATO
Auk Miðausturlanda snerti þátturinn einnig á stöðu stríðsins í Úkraínu.
Fundurinn þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Volodymyr Zelenskí Úkraínuforseti komu saman, var að mati ofursta Douglas McGregor afar illa undirbúinn og illa sviðsettur.
Hann benti á að opinber fundarhöld af þessu tagi, milli þjóðarleiðtoga í sjálfu Hvíta Húsinu, færu almennt ekki fram nema búið væri að ná samkomulagi um ákveðin málefni og að niðurstaða fundarins væri fyrirfram ákveðin.
„Það er kominn tími til að Evrópa viðurkenni að þetta er búið, ætlar breski herinn að senda allar 12 herþoturnar sínar á svæðið og sigra Rússa?“
Þrátt fyrir það virtist skyndilega engin samstaða vera til staðar, og McGregor sagði að þegar Zelenskí mætti og fór að gagnrýna Bandaríkjaforseta opinberlega, hafi fundurinn orðið bæði vandræðalegur og stjórnlaus.
McGregor sagðist undrandi á því að Zelenskí hefði ekki verið fjarlægður af leyniþjónustunni, enda hafi hegðun hans og framkoma verið fordæmalaus í slíkum fundi.
Hann hélt því fram að þetta væri annað dæmi um klofning milli leiðtoga sem áttu að vera í bandalagi, þar sem enginn hlustaði á neinn, og að fundurinn hefði að líkindum aðeins dregið enn frekar úr vilja Bandaríkjanna til að styðja Úkraínu í áframhaldandi átökum.
Staða Evrópu
McGregor hélt því fram að Úkraína væri í raun þegar sigruð og að eina raunhæfa lausnin væri að samþykkja skilmála Rússa.
Hann sagði einnig að stuðningur NATO ríkjanna við Úkraínu væri „fugazi“, eða sýndarmennska, sem engin raunveruleg inneign væru fyrir.
„Það er ekkert sem Evrópa getur gert án Bandaríkjanna og Bandaríkin ætla ekki að fara í þetta stríð,“ sagði hann.
„Það er kominn tími til að Evrópa viðurkenni að þetta er búið, ætlar breski herinn að senda allar 12 herþoturnar sínar á svæðið og sigra Rússa?“ sagði McGregor hæðnislega
Að lokum hrósaði Napolitano McGregor fyrir skýra sýn hans á hernaðarlega stöðu Bandaríkjanna og kallaði hann „hinn eina sanna hernaðarsérfræðing sem þorir að segja sannleikann.“
Ástandið í Miðausturlöndum er í mikilli óvissu þar til niðurstaða funds Arababandalagsins liggur fyrir, en ef spár McGregors ganga eftir gæti heimurinn verið á barmi víðtækra átaka á næstu dögum eða vikum.
Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.