Flestir hafa lesið um flugslysið í Toronto þar sem flugvélin endaði á hvolfi á flugbrautinni en nú hefur verið birt myndband sem sýnir nákvæmlega hvernig flugvélin lenti í þessum aðstæðum.
Rannsókn á flugslysinu á Toronto Pearson flugvelli er í fullum gangi en allir 80 farþegar og áhöfn komust lífs af þegar Delta flugvél frá Minneapolis nauðlenti, kviknaði í henni og hún fór á hvolf á flugbrautinni.
Tveir farþegar eru enn á sjúkrahúsi en flestir slösuðust að mestu lítillega.
Nýtt myndband af slysinu sýnir þegar vélin lenti harkalega, skreið eftir brautinni og fór á hvolf.
Rannsakendur frá bæði Kanada og Bandaríkjunum eru að störfum til að greina orsök slyssins.
Myndband af slysinu er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
New video has emerged of the plane crash in Toronto. Such a marvel no one was killed.
Why is the Trump Administration decimating the FAA and plane safety?
— CALL TO ACTIVISM (@CalltoActivism) February 18, 2025