Auglýsing

„Sparnaðartillögur stjórnarinnar eru ekkert nema sýndarspil“

Í hlaðvarpinu Hluthafaspjallið á streymisveitunni Brotkast myndaðist fjörug umræða þegar stjórnendur þáttarins, Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson, fóru yfir hvað sú pólitíska óvissa sem ávallt fylgir nýrri ríkisstjórn myndi þýða fyrir markaðinn.

Jón byrjar að segja að sparnaðartillögur stjórnarinnar séu ekkert nema sýndarspil og nefnir máli sínu til stuðnings að ekki sé einu sinni búið að skipa nefnd til að fara yfir allt saman en slíkt ferli getur tekið vikur eða jafnvel mánuði.

Gervigreindin hlægilegur valkostur

Þeir félagar koma svo inn á að raunverulega umræða hafi farið fram um að láta gervigreind fara yfir tillögurnar og hlæja að þeim afleiðingum sem slíkt gæti haft.

Jón segir að þó slíkt gæti eflaust sparað mikinn pening og mannafla þá sé það lítið annað en „Excel skjal“ sem metur ekkert mikilvægi eftir landshlutum eða mannlega þættinum.

Sigurður tekur undir á léttu nótunum og nefnir þann möguleika að gervigreindin tilkynni þeim að skyndilega sé búið að leggja niður bráðaþjónustuna því gervigreindin sjái alla „óþarfa“ eyðslu sem þar fer fram.

Muni hafa stór áhrif á markaðinn

Jón tekur fram að ef ekki tekst vel til með ríkisfjármálin þá muni það hafa áhrif á markaðinn því það muni leiða til meiri fjáþörf fyrir lánum ríkissjóðs sem muni svo hafa bein áhrif á skuldabréfamarkaðinn.

Sigurður segir þá að nú séum við á þeim viðkvæma punkti að búist er við vaxtalækkun í febrúar og mögulega verði sú lækkun umtalsverð.

„Ef þeir fá meira þá verða hinir vitlausir og segja hann fékk meira en ég“

Jón nefnir að verið sé að spá um fjögur prósent verðbólgu áfram en Sigurður segir að hans álit sé að hér sé svokölluð undirliggjandi verðbólga sem sé meiri en tölur gefi til kynna.

Þessi undirliggjandi verðbólga geti svo leitt til að vaxtalækkun verði ekki eins hröð og búist hafi verið við og segir að hugsanlega verði ekki nema tveggja prósenta vaxtalækkun yfir allt árið sem gæti orðið vonbrigði fyrir marga.

Jón segist þá hafa spáð því í „samkvæmisleik“ þeirra félaga á seinasta ári að stýrivextir gætu farið úr 8,5 prósentum niður í 4,5 prósentur en nefnir að aðrir hafi haldið því fram að þeir færu jafnvel ekki neðar en 6 prósent, sem Sigurður segir vera mikil vonbrigði ef rétt reynist.

Komandi kjaraviðræður spili stórt hlutverk

Sá möguleiki er ræddur að hugsanlega sé Ásgeir (Jónsson, seðlabankastjóri) að bíða eftir að kjarasamningar klárist því framundan séu erfiðar kjaraviðræður við kennara og nefnir að ef þeir samningar fari „úrskeiðist“ þá sé möguleiki fyrir hendi að slíkt hafi áhrif á aðra kjarasamninga.

Jón segir að ef ekki verði staðið rétt að þeim viðræðum gæti myndast höfungahlaup í komandi kjaraviðræðum.

„Ef þeir fá meira þá verða hinir vitlausir og segja hann fékk meira en ég,“ segir Jón að lokum

Hægt er að horfa á brot úr þættinum hér fyrir neðan en viljirðu hlusta á allan þáttinn geturðy tryggt þér áskrift að streymisveitunni Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing