Auglýsing

Starmer krefst þess að fá einkagögn Íslendinga

Breska ríkisstjórnin hefur krafist aðgangs að dulkóðuðum gögnum notenda Apple um heim allan sem Apple vistar á skýjaþjónustu sinni.

Krafan var send frá innanríkisráðuneyti Breta og má Apple ekki gera kröfuna opinbera samkvæmt breskri löggjöf.

Apple hefur neitað að tjá sig um fréttina sem birtist fyrst í Washington Post.

Privacy International kallaði þetta „fordæmalausa árás“ á einkagögn einstaklinga.

„Þetta er bardagi sem Bretland ætti ekki að hafa hafið,“ sagði lögfræðingur samtakanna Caroline Wilson Palow.

Ekki eru til nein fordæmi fyrir álíka gagnabeiðnum af hálfu stjórnvalda í vestrænu lýðræðisríki.

Er því um að ræða verulega stigmögnun í vilja ríkisstjórna til að hafa eftirlit með borgurum sínum og rétti borgara til friðhelgi einkalífs.

Hvað ætlar bresk stjórnvöld sér?

Þá vakna upp spurningar í hvaða tilgangi Starmer vill fá aðgang að persónulegum gögnum fólks um heim allan, þ.m.t. á íslandi.

Apple getur áfrýjað kröfunni en getur ekki frestað framkvæmd úrskurðarins á meðan ferlinu stendur.

Innanríkisráðuneyti Bretlands hefur neitað að tjá sig um málið.

Ekki er vitað hvort að bresk stjórnvöld hafi sent álíka kröfur um aðgang að gögnum hjá öðrum tæknirisum.

Verkamannaflokkur Keir Starmer vann stóran kosningasigur í júlí á síðasta ári er og með mikinn meirihluta á þingi.

Þrátt fyrir skamman tíma við völd að þá eru nú 64% Breta óánægðir með störf ríkisstjórnar Starmer og einungis 16% eru ánægðir með ríkisstjórnina samkvæmt skoðunarkönnun á yougov.co.uk.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing