Auglýsing

„Þau björguðu lífinu mínu“

Álfasala SÁÁ hófst í dag víðsvegar um landið en um er að ræða mikilvægustu fjáröflunarleið samtakanna en aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir góðar undirtektir við „Jólaálfunum“ og nú.

Nútíminn hitti einn af þeim sem selur álfinn nú rétt fyrir hádegi. Hann vildi ekki vera með á mynd en hafði þó svo sannarlega sögu að segja.

„Keyptu álfinn og bjargaðu mannslífum!“

„Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ekki væri fyrir SÁÁ. Ég fór í meðferð fyrir rúmu ári síðan og alveg frá þeim degi sem ég gekk inn á Vog þá hefur SÁÁ staðið við bakið á mér og fjölskyldu minni. Það er þeim að þakka að ég er í bata í dag og get verið til staðar fyrir börnin mín,“ segir viðmælandi Nútímans sem átti erfitt með sig þegar hann ræddi samtökin.

Jólaálfurinn seldur út um allt land

„Þau björguðu lífinu mínu. Það er þeim að þakka að börnin mín eiga pabba í dag sem getur verið til staðar,“ segir viðmælandinn sem hefur stutt og einföld skilaboð til samborgara sinna.

„Keyptu álfinn og bjargaðu mannslífum!“

Jólaálfur SÁÁ kom að þessu sinni til byggða með Strætó en það voru þau Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ, Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó og Ásgerður Erla Haraldsdóttir, starfsmaður samtakanna, sem afhentu hann við strætóskýlið við Lækjartorg. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók á móti þeim og Jólaálfi SÁÁ í hádeginu í gær en þess má til gamans geta að hægt verður að kaupa álfinn á völdum dögum um borð í strætó auk þeirra fjölmörgu og fjölförnu staða víðsvegar um landið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing