Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað forsetatilskipun um sem felur í sér að um 1.500 karlkyns fangar í alríkisfangelsum sem skilgreina sig sem konur, verða sendir aftur í karlafangelsi.
New York Times sagði fyrst frá.
Forsetatilskipunin, sem ber heitið „Að verja konur gegn „hugmyndafræði kynjafræðinnar í bandarískri stjórnsýslu,“ leggur einnig niður fjármögnun á læknisaðgerðum sem tengjast kynleiðréttingum fyrir fanga í fangelsum.
Stór sigur fyrir baráttuhópa
Samtök kvenfrelsis, Women’s Liberation Front (WoLF), sem berjast fyrir fangelsum sem fara eftir líffræðilegu kyni, vekja athygli á ofbeldi karla gegn konum í fangelsum, fögnuðu þessari ákvörðun Trump og kölluðu hana „stórsigur.“
Nútíminn sagði frá einu slíki máli fyrir stuttu þar sem karlkyns fangi sem skilgreindi sig sem konu var sakaður um nauðgun af þremur samföngum sínum og hafði gert eina þeirra ólétta.
Dómari hafði hótað þeim afleiðingum ef þær töluðu ekki um meintan nauðgara sinn í kvenkyni.
WoLF hefur einnig unnið gegn löggjöf í Kaliforníu sem gerir föngum kleift að velja fangelsi í samræmi við kynvitund þeirra fremur en líffræðilegt kyn.
Samtökin halda því fram að slík lög brjóti gegn stjórnarskrárbundnum réttindum kvenfanga, sérstaklega áttunda ákvæðinu, sem á að vernda fanga gegn „grimmilegum og óvenjulegum refsingum.“
Forsetatilskipunin sögð staðfesta líffræðilegan raunveruleika
Í tilskipun sinni lýsti forsetinn yfir áhyggjum af áhrifum kynja-hugmyndafræði (gender ideology) á konur
„Tilraunir til að útrýma veruleika líffræðinnar um kyn er í raun árás á konur og sviptir þær reisn, öryggi og vellíðan.“
Sterk skilaboð til fangelsiskerfisins
Tilskipunin markar ákveðin tímamót í stefnu fangelsismála í Bandaríkjunum og mun líklega hafa áhrif á stefnumótun í öðrum ríkjum þar sem umræða um kynvitund og fangelsisvist hefur verið áberandi.
Stærstur hluti þeirra karlkyns fanga sem skilgreina sig sem annað kyn í Bretlandi eru kynferðisglæpamenn, eða um tveir þriðju en nýlega var einnig hætt að geyma slíka glæpamenn meðal kvenfanga eftir að þeir brutu ítrekað af sér gegn kvenkyns föngum.
Stór hluti þeirra byrjaði einnig að skilgreina sig sem konu eftir handtöku án þess að hafa neina sögu slíka hegðun áður.
WoLF segjast munu halda áfram að berjast fyrir réttindum kvenfanga og kallar eftir því að öryggi þeirra verði ávallt í forgangi.