Auglýsing

Tveir íslenskir leikarar staðfestir í Hollywood stórmynd

Nú stendur yfir ráðningarferlið fyrir stórmyndina ‘Masters of the Universe’ sem er auðvitað byggð á hinum frábæru teiknimyndum um ofurmennið He-Man, eða Garp eins og hann kallaðist á íslensku.

Aðal óvinur Garps er auðvitað illmennið Skeletor eða ‚Beini‘ og munu þeir kumpánar eflaust takast hart á í myndinni.

Það sem vekur athygli er að tveir íslenskir leikarar hafa nú verið ráðnir til að leika í myndinni en kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun leika Goat Man, sem er einn af skósveinum hins illa Beina.

Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur nú verið ráðinn til að leika Fisto eða Hnefarann en hann er aftur á móti í góða liðinu með Garpi og félögum.

Garpur og Beini munu eflaust elda grátt silfur saman

Um myndina

Amazon MGM Studios og Mattel tilkynntu nýlega að Morena Baccarin muni leika hlutverk Galdrakonunnar (The Sorceress) og Jóhannes Haukur Jóhannesson mun fara með hlutverk Fisto í kvimyndinni en þau er nýjasta viðbótin við myndina.

Leikstjóri myndarinnar er Travis Knight.

Hlutverkin:

Leikarar sem hafa verið staðfestir í myndinni:
• Nicholas Galitzine sem He-Man
• Camila Mendes sem Teela
• Alison Brie sem Evil-Lyn
• Jared Leto sem Skeletor
• Idris Elba sem Duncan/Man-at-Arms
• Sam C. Wilson sem Trap Jaw
• Kojo Attah sem Tri-Klops
• Hafþór Júlíus Björnsson sem Goat Man

Og eftir nýjustu tilkynninguna:

• Morena Baccarin sem The Sorceress
• Jóhannes Haukur Jóhannesson sem Fisto

Hafþór Júlíus Björnsson er öllum Íslendingur kunnugur en hann er helst þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Fjallið“ í ‘Game of Thrones’ og fyrir að vera sterkasti maður heims, en hann mun leika Goat Man, eitt af skósveinum Beina.

Kvikmyndin er væntanleg í bíó 5. júní 2026.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing