Auglýsing

Var ráðin sem forstjóri fyrirtækis komin 7 mánuði á leið

Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi, var ófrísk þegar hún var ráðinn forstjóri Festi, gengin sjö mánuði á leið og sýnir það vel hvað stjórn Festi var í jafnréttissinnuð. „Mér finnst stjórn hafa sýnt ákveðið hugrekki að taka þessa ákvörðun,“ segir Ásta aðspurð um ráðningu sína í Festi, í þættinum Hluthafaspjallið.

„Það er ekkert gefið að þetta gangi upp. Ég er auðvitað bara mjög þakklát fyrir það hvað ég er heppin, heilsufarslega séð að geta sinnt miklu starfi, meðfram fjölskyldulífi,“ segir Ásta.

Ásta segir frá því í viðtalinu að þáverandi forstjóri Festis hafi stigið úr stóli og hún hafi látið stjórnendur vita að hún hefði áhuga á starfinu og var hún ráðin í starfið, eins og fyrr segir, komin 7 mánuði á leið. Hún kom til starfa eftir 4 mánaða orlof og hefur haft nóg að gera í starfi sínu og einkalífi en hún á 3 börn í dag og segir að stuðningur í nærumhverfi sé lykillinn að því að svona geti gengið upp.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing