Nútiminn tekur vikulega saman þau tíst sem eru vinsælust þá vikuna.
Hér er Twitter pakki vikunnar! Njótið!
Rán: ertu með giftingahring?
Ég: nei.. ég er ekki gift.
Rán: *horfir á mig með galopin munninn* hvað ertu eiginlega gömul?
Ég: eehh.. 34..
Rán: vá, 34 og ekki búin að gifta þig!Tek núna við bónorðum í dm svo 6 ára frænka mín hætti að roasta mig.
— Hrafnhildur (@HrafnhildurErl) December 14, 2019
Þegar hrossaleður er unnið eru rassgötin oft sá hluti leðursins sem ekki er nýttur. Hér sjáum við mjög smekklegan sófa unninn úr íslenskum, bleikum smáhestarassgötum. pic.twitter.com/w2DjO8eAJn
— Braig David ↗️Promoted (@bragakaffi) December 14, 2019
Sko, með þetta “fullorðnast” dæmi…
Borga skatta, vinna 9-5, læra að drekka kaffi, hugsa um sambönd, fasteignakaup og barneignir, hætta að djamma og byrja að fitna: Ekkert mál.
Ákveða hvað ég á að borða Á HVERJUM DEGI: Ekki séns.
— Arnór B. Svarfdal (@arnorbs) December 13, 2019
Þetta er ekki ádeila á neitt sérstakt. Bara fyndið að það hafi ekki verið neitt sérstaklegt plan eða virkt eftirlit á flutningi mörg hundruð milljarða úr landi á meðan það sé bara eitthvað fólk í vinnu við að vakta IP-tölurnar hjá atvinnulausu fólki sem er með 280.000 á mánuði. pic.twitter.com/3zQ0G9NkM3
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 13, 2019
Árið 2014 sat ég í söguprófi í framhaldsskóla og heyrði stelpurnar fyrir framan mig hvísla
„hver er jóhanna af örk?“
„konan hans nóa held ég“— Skverglind (@dverglind) December 13, 2019
Þegar þú sérð Englandsdrottningu og missir kúlið í andartak pic.twitter.com/piJ1X7zN12
— Jói (@barajohannes) December 13, 2019
Vinur minn að tala um erfiðleika og áskoranir æsku sinnar sem millistéttarbarn í Vesturbænum: “Stundum langaði mig bara að foreldrar mínir myndu gera eitthvað flippið, eitthvað óvænt, eins og kannski að skipta einu sinni af Rás 2 yfir á Bylgjuna”
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) December 13, 2019
Ég hafði afklæðst þegar ég áttaði mig á því að sundskýlan mín varð eftir heima. Rek ég þá augun í stuttbuxur af syni mínum átta ára. Þær voru auðvitað bæði þröngar og ógeðslegar, það breytir því hinsvegar ekki að ég klæddist þeim í Vesturbæjarlauginni í dag.
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) December 12, 2019
Er þetta…PRUMPUBLAÐRA?! pic.twitter.com/7KKfxMjWVK
— Anna Berglind (@annaberglind) December 12, 2019
Eitt gott ráð ef þið rekist á einhvern sem þið kannist við í búðinni, en vitið ekkert hvað þið eigið að segja. Segið: „bara verið að versla?“ #protip
— Gunnar nokkur (@gunnare) December 12, 2019
Jóhannes úr Kötlum hefði orðið 120 ára í ár. Hann hefði líka orðið brjálaður.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) December 12, 2019
Hönnuður #ársins er sá sem setti saman opnunartíma í desember hjá Póstinum. Virkilega einfalt og ekki nema 4 skjáfyllir. pic.twitter.com/uUkVToFzVu
— Gunnar nokkur (@gunnare) December 12, 2019
er með einfaldar kröfur þegar kemur að fatastíl. Föt mín þurfa að endurspegla að ég sé ríkur, sexí og menntaður en samt vinalegur. Ekkert mál.
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) December 13, 2019
Þegar ég er alveg að bugast í prófum og ritgerðarskilum þá hugsa ég bara að þetta verði nú allt þess virði þegar ég verð komin með fasta og vel launaða vinnu sem heimspekingur
— Vigdís Hafliðadóttir (@vigdishin) December 12, 2019