Nútiminn tekur vikulega saman þau tíst sem eru vinsælust þá vikuna.
Hér er Twitter pakki vikunnar! Njótið!
Á þessari mynd er manneskjan sem ég er þakklátur fyrir á hverjum einasta degi, ól mig upp og gaf mér líf – og svo mamma. pic.twitter.com/XEH4ghoPpf
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) October 5, 2019
Hvergi annars staðar í heiminum heldur en á Íslandi getur verið rólegt ofsaveður. pic.twitter.com/Bq8il2cGbk
— Árni Torfason (@arnitorfa) October 5, 2019
Kostir þess að hella sig fullan í þvottahúsinu:
– Frúin skammar mann ekki
– Besti staður hússins til að pissa á sigÓkostir þess að hella sig fullan í þvottahúsinu:
– Netsambandið er lélegt þar, erfitt að segja hvað mér finnst á athugasemdakerfum fjölmiðlanna
— Brynjólfur (@bvitaminid) October 5, 2019
Ég bý með fornasta nútímamanninum.
Hann: Má ég sjá þarna yppi?
Ég: (Lyfti brúnum).
Hann: Já þarna yppyndir.
Ég: Uppundir?
Hann: Já. Sagði amma lang þetta?
Ég: Ég held það.
Hann: Já. Þaðan habbði ég það.Hefði ekki hrokkið langt þó hann hefði tekið í nefið í kjölfarið.
— Kristín Helga (@KSchioth) October 4, 2019
Að æla bláu því þú ert búin að vera að drekka gatorate með magapest, er eins og að vera í 10.bekkjar landabollupartýi nema báðir strákarnir sem þú fórst í sleik við og þú vissir ekki að þekktust,eru ekki að kalla þig ömurlega hóru fyrir að hafa eyðilagt vináttu þeirra #minningar
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) October 4, 2019
Það er svo skondið að byrja í nýrri vinnu eða skóla
Mér líður eins og ég sé stöðugt að bjóða einhverjum á deit eða stíga fyrstu skrefin í tilhugalífinu
„Ætli hún svari?“ „Er asnalegt ef ég spyr hvort hún vilji koma í bjór??“ „Á ég að biðja þau um að koma með mér á bókasafnið??“— Bryndís Silja (@BryndsSilja) October 4, 2019
Ég að taka viðtal við lækna-Tómas:
Tómas: Því eldri sem við verðum því erfiðara er fyrir hjartað að tæma sig.
Ég (legg hönd á hans með tárin í augunum): Ég veit nákvæmlega hvað þú átt við.
Tómas: Ósæðarlokuþrengsli er alvarlegur sjúkdómur Ingunn— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) October 6, 2019
S/o á litla chuggið þegar barþjóninn er að taka glösin af borðinu og þú átt svona 1,2 sopa eftir og veist að glasið verður tekið en þetta er bara of lítið til að biðja um að glasið sé ekki tekið því þú vilt ekki looka eins og hver millilítri af áfengi sé verðmætur
— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) October 6, 2019
Ég á föstudaginn: „Við erum svo heppin, barnið hefur ekki orðið veikt í marga mánuði!”
Sunnudagur kl.11:00: Allir heimilismenn eru með yfir 39 stiga hita. pic.twitter.com/q8cZNy7UEu
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) October 6, 2019
Flutti á höfuðborgarsvæðið í gær og er núna í strætó fyrir kl 11 á sunnudegi. Ætla svo að prufa að hjóla i vinnuna á eftir. Er vandræðalega peppuð fyrir þessu öllu saman.
— Helga Þórarinsdóttir (@helgathorarins) October 6, 2019
Hvernig getur fólk átt svona mikið af ónotuðum fötum?
Er það eina sem ég hugsa þegar ég sé allar instagram-skvísur landsins og ömmur þeirra auglýsa föt til sölu.
— Bryndís Silja (@BryndsSilja) October 6, 2019
Ástæður fyrir því að það sé sniðugt að fara snemma að sofa:
– Minnkar stress
– Hjálpar ónæmiskerfinu
– Þú heyrir ekki í samleigjandanum stunda kynlíf
– Bætir heilastarfsemina— Hólmfríður Hafliða (@Muffin_breath) October 6, 2019
Byrja oft “ósjálfrátt” að hlera samræður annarra þegar ég er ein á barnum, nú eru tveir haugafullir miðaldra menn að færa rök fyrir því að þeir séu ekki alkar því “Það er ekki eins og ég detti í blakkát á hverjum degi, mæti alveg stundum í vinnuna”
Elska sunnudaga í miðbænum.
— Rakel Lára (@jobberwhack) October 6, 2019
Svo skilarðu bara barninu eftir 7 ár. pic.twitter.com/4DlgDSyRBW
— Anna Jakobína (@AnnaJakobina) October 6, 2019