Auglýsing

15 ára stelpa seldi 20 myndir á klukkustund á sinni fyrstu myndlistasýningu

Birgitta Björt Rúnarsdóttir í Þorlákshöfn er einungis fimmtán ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur opnaði hún sína fyrstu myndlistasýningu á fimmtudaginn síðastliðinn og seldust allar myndirnar, alls 20 talsins, á fyrsta klukkutímanum.

Sýning Birgittu er til húsa Í Galleríi undir stiganum í bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Þótt allar myndirnar séu seldar verða þær þó ekki teknar af veggjunum strax því sýningin verður opin út janúar á opnunartíma bæjarbókasafnsins. Birgitta er nokkuð nýbyrjuð að mála og kom það henni sjálfri á óvart hversu vel henni gengur að mála og teikna.

„Þegar ég rakst á Bob Ross kennslumyndbönd á YouTube, þá byrjaði áhuginn á því strax, ég myndi segja að hann hafi byrjað í september 2018“.

„Það kom mér smá á óvart hvað ég þurfti litla kennslu, já ég myndi segja að það hafi komið mér á óvart hvað ég gat“.

Hér má sjá frá sýningu Birgittu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing