Þá er komið að Twitter pakkanum þessa vikuna. Það var nóg um að vera og að sjálfsögðu var allt það helsta tekið fyrir hjá íslenska Twitter samfélaginu.
Maður að labba úr bænum: "I'm walking from the concert, I'm near some buildings"
Annað hvort vildi hann alls ekki finnast eða loksins fann ég manneskju sem er verri en ég í að vísa til vegar— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) August 25, 2019
Mamma elskar að nota kennileiti sem ég tengi ekki við. Hringdi í mig þegar hún var í bænum áðan:
“Við erum bara hérna við gamla Útvegsbankann hjá sakadómi”
— Tómas Ingi Adolfsson (@tomasingiad) August 24, 2019
Margir að tala um harðsperrur eftir hlaupið í morgun.
Það mætti halda að þau hafi hlaupið KVARTmaraþon!! HAAA…
— ᔕᑌᑎᑎᖴᖇíðᑌᖇ (@SunnaSveins) August 24, 2019
Útvarpsstöðin sem er símafyrirtæki sem er kennt við póstnúmer og er á vegum annars símafyrirtækis og tónlistarmanna sem nota ímynd sína til að selja þjónustuleiðir og 2 fyrir 1 afslætti slær mig einsog dystópískt ævintýri eftir Andra Snæ.
— Eiríkur hjalar (@eirikurorn1) August 24, 2019
Er þetta ekki í síðasta skiptið sem Reykjavíkurborg heldur flugeldasýningu? Vegna umhverfisáhrifa eiga flugeldar að tilheyra fortíðinni.
— Heiðdís Inga (@heiddisi) August 24, 2019
Hlutirnir sem ég lærði í dag
1.Breytingargjaldið hjá Icelandair er 37.000 kr
2. Þjónusta sem maður kaupir er óendurgreiðanleg
3.Mér finnst 1. og 2. fááááránlegt— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) August 25, 2019
Var að pæla í að panta pizzu en svo mundi ég að það sem kallast sparitilboð kostar 4290 þannig ég ætla bara á grillið á hótel sögu í staðinn pic.twitter.com/zhWli0hw3Z
— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 25, 2019
8 ára sonur minn: Varst þú ekki að tala inná auglýsingar fyrir Senu Live?
Ég: Jú, en ekki lengur. Nú les ég bara fyrir Lexus.
Sonur: Varstu rekinn?
Ég: Nei, ég hætti. Lexus bauð betur.
Sonur: …þú ert gráðugur. Þú hugsar bara um peninga.
… (þögn).— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) August 25, 2019
Á Arnarhóli
GDRN: Má ég heyra í ykkur; hvernig líður ykkur?!
Ég: Hef alveg verið betri! Pínu þreyttur og hefði eflaust getað borðað betur í dag! en ég er náttúrulega að jafna mig eftir endaajaxlatö…
— Atli Fannar (@atlifannar) August 24, 2019
Þetta með að hætta við að eignast börn útaf loftslagsbreytingum er mesta sjálfsvorkunnardrasl sem ég hef heyrt. Þetta er ekkert göfugt eða merkilegt take. Við getum þá bara öll drepið okkur núna.
— Eygló Hilmarsdóttir (@eyglohilmars) August 24, 2019
MAMMA: hvenær helduru að þú vaknir?
14 ÁRA ÉG: pic.twitter.com/Fcj5pnkgmj
— Hafþór Óli (@HaffiO) August 24, 2019
Strætó heim á menningarnótt troðfullur af fólki sem tekur aldrei strætó:
Ein kona spyr hvort hún eigi að fara út hér – á öllum stoppistöðvum.
Tveir menn öskra á hvorn annan því annar kom við andlitið á hinum.
Ein kona með miklar áhyggur af "ekki á leið" skiltinu.
O.s.frv.— HallberaEiríksdóttir (@HallberaE) August 25, 2019
K.O. frá Bubba. Afgreiddur, næsti. pic.twitter.com/pVxXPcMqSL
— Sigurður Már Sig. (@siggim89) August 19, 2019
Ég veit ekki hvað af þessu þrennu er fyndnast: Hversu blygðunarlaust sumir svíkja undan skatti, ótrúleg passive aggressive hegðun DV út í Sólrúnu Diego eða endingin á slóðinni á fréttina. pic.twitter.com/qZLtKzC0Zr
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) August 26, 2019
Nýja Black Mirror-intróið var að detta á netið. pic.twitter.com/I684cTmSW2
— Atli Jasonarson (@atlijas) August 24, 2019
Kjósendur VG að bíða eftir róttækum aðgerðum í loftslagsmálum pic.twitter.com/5D86lLJBRy
— Sverrir Rolf Sander (@sverrirs) August 25, 2019