Þá er komið að vikulegri Twitter samantekt Nútímans. Hér að neðan má sjá þau tíst sem vöktu mestar vinsældir á Íslandi í síðustu viku. Njótið!
Ótrúlegt en satt virðist fjármögnun á Play Air ganga eitthvað illa. Það er næstum eins og fjárfestar séu að spyrja sig “hey, fór ekki basically nákvæmlega sama flugfélag á hausinn fyrir svona hálfu ári?”
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 30, 2019
Var ansi ánægður þegar ég fékk far heim úr vinnunni áðan, ekki síst þegar frúin tjáði mér að ég hefði farið þangað á bílnum í morgun.
— Hrafnkell Sigurðsson (@hrafnkellsig) November 30, 2019
Unglingssonurinn fór út og gaf þær skýringar að hann væri á leið í Vesturbæinn að baka nan-brauð með vinum sínum. Eina rökrétta skýringin í mínum huga er að þetta sé slanguryrði yfir það að reykja eiturlyf.
— Karen Kjartansdottir (@karendrofn) November 30, 2019
Ef ég hefði sagt sjálfum mér það fyrir 15 árum að einn daginn myndi Mark Whalberg lána mér persónulega Osteopatann sinn hefði ég ekki trúað því. But here we are.
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) November 30, 2019
Alltaf þegar amma keyrir yfir á gulu ljósi segir hún „Ji, ég er bara eins og pizzasendill”
— Fanney (@fanneybenjamins) November 30, 2019
Amma mín er 83 ára og mjög spræk en hefur miklar áhyggjur af því að við afkomendurnir veljum púkó legstein handa henni þegar að því kemur. Hún er því búin að safna myndum af legsteinum sem henni finnst smart. Eins og mjög skrítið moodboard.
— Guðrún Gígja (@GigjaGeorgsd) November 30, 2019
var að senda: „á að sofa í allan dag?“ klukkan átta á laugardagsmorgni. ég er orðin viðbjóður.
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) November 30, 2019
Ég bauð tveimur vinkonum í sleepover í kvöld, ein er farin heim því hún var með heimþrá og hin er búin að loka sig inni í herberginu mínu til að tala við strák í símann. Ég er 30 ára.
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) November 30, 2019
Ég: Góðan daginn, ég er að hringja út af XXX sem er látin og þarf að segja upp allri þjónustunni hennar.
Þjónustuver Símans: Hún þarf að hringja sjálf til að segja upp þjónustu.
♂️
— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) November 29, 2019
„Úff, voðalega ertu eitthvað lasleg, ertu veik?“
„Nei, ég er bara ómáluð“Endurtakist að eilífu. https://t.co/nXzZKr3MXa
— Bergþóra Jónsdóttir (@bergthorajons) November 29, 2019
Ég keypti gröfu í fljótfærni á Black Friday tilboði hjá Kraftvélum á Dalvegi. Takk Kapítalismi.
— Gunnar nokkur (@gunnare) November 29, 2019
Nokkuð viss um að þetta sé fyrsta útsalan sem þarf að læra heima fyrir #svarturfössari pic.twitter.com/x9qPFngP5J
— Tinna Heimisdóttir (@TinnaHeimis15) November 28, 2019
Við amma (87 ára) fórum í dömuboð áðan. Þegar við komum heim hringsnérist afi (92 ára) í eldhúsinu alveg sjóðvitlaus yfir því að við værum komnar heim- hann var að græja Smørrebrød handa okkur og var alls ekki búinn að ná að klára að skreyta það ❤️
— Ásta Sigrún (@astasigrun) November 28, 2019
Hún: Ertu semsagt atvinnumaður í fótbolta ?
Ég: Nei nei, þetta er bara pic.twitter.com/GxWqZoakwf
— Andri Sigurðsson (@andrisigurdss) November 28, 2019
Kæru Íslendingar, nú er komið að black friday og í tilefni þess ætlum við hér í búðinni að hafa 10% afslátt næstu 8 daga.
-Annar hver íslenskur búðareigandi sem sem skilur ekki conceptið.
— Steindi jR (@SteindiJR) November 28, 2019
Í gær tók ég símtal sem ég hélt ég myndi aldrei taka. Það hófst svona:
:Ólafur?
Ég: já
:sæll þetta er hér á snyrtisofunni á Garðatorgi
Ég: já sæl
:það var útaf tímanum þínum í spray tan á morgun…
Ég: já einmitt, kl hálfsex var það ekki?Bara eins og EKKERT væri eðlilegra
— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) November 28, 2019
samkvæmt vinkonu minni sem nuddaði allan vinahópinn í gær er ég langstífust af öllum í hópnum og ca. einum vöðvahnút frá því að láta lífið. alltaf best í öllu <3
— Berglind Festival (@ergblind) November 28, 2019
Er i mjög þykkri peysu og jakka yfir með þröngum ermum og eg er mögulega buin að raða gátuna af hverju instagrammarar fara aldrei í ermarnar á jakkanum sinum
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) November 28, 2019