Það er komið að Twitter pakka vikunnar hér á Nútímanum og það er sannkölluð veisla á boðstólnum í dag.
Er úti að labba. Langt frá heimili mínu. Er ekki með nein heyrnartól. Er þar af leiðandi einn með hugsunum mínum. Hræðilegt.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 4, 2020
Meika ekki þegar ég heyri fólk nákomið mér segja í símann: „Lára biður að heilsa” – þegar ég hef ekki beðið að heilsa.
— Lára Björg Björnsdóttir (@LaraBjorg) January 4, 2020
Ég get ekki borið virðingu fyrir fólki sem segir “2020 verður eitthvað.”
Auðvitað verður það eitthvað. ALLT er eitthvað. Þið þurfið að vera aðeins NÁKVÆMARI.— Dr. Sunna (@sunnasim) January 4, 2020
orðið vinskapur er dregið af orðinu vínskápur sem er einmitt vinur sem er alltaf til staðar
— Berglind Festival (@ergblind) January 4, 2020
Íklæddur náttslopp, nartandi í kalda pizzu frá því í gær, rölti ég inn á baðherbergi til að míga. Til að geta haldið áfram að borða pizzusneiðina kom ég sloppnum hagalega fyrir og byrjaði að míga. Til að gera langa sögu stutta þá er náttsloppurinn núna kominn í þvottavél.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) January 4, 2020
Heiðarlegasta auglýsing sem ég hef séð. pic.twitter.com/0FVjj3ls43
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) January 4, 2020
Dóttir mín er búin að missa þrjár tennur í kvöld. Mér finnst eins og ég ætti mögulega að kalla á særingamann?
— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) January 3, 2020
Eftir að ég og eldri systir mín fengum tvö lítil tré í garðinn hafði ég það að sið þegar ég var pirruð út í hana að fara út og vökva bara mitt tré en ekki hennar . Fluttum þaðan fyrir löngu en þetta er allavega staðan í dag ¯_(ツ)_/¯ pic.twitter.com/iFJMw6Q2T9
— Fríða (@Fravikid) January 3, 2020
Sá Jón Jónsson in the wild við Reykjavíkurtjörn að gefa einhverjum túrista leiðbeiningar. Bograði yfir kortið með honum í góða stund, benti honum með bros á vör og kvaddi með kumpánalegu klappi á herðarnar. Gríman fellur aldrei hjá landsins mesta næs gæja.
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) January 3, 2020
Uppáhaldið mitt á samfélagsmiðlaöld er að allir vinahópar eru skyndilega komnir með fáránleg heiti:
“Það er dinner með Bændunum”
“Pokarotturnar eru með árshátíð!”
“Kokteilakeppni á Gullgellurnar”Þetta hljómar náttúrulega allt eins og við séum öll í mislukkuðum gengjum.
— Bryndís Silja (@BryndsSilja) January 3, 2020
Hvernig geta konurnar í Misty horft á brjóstin á þér og bara:
„já, þú ert í 34F, augnablik“.— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) January 3, 2020
Ég bið ekki um neitt á nýju ári nema að allir þeir sem heita Steindór og Steinþór geti komið sér saman um annað hvort nafnið og haldið sig við það. Ég er viss um að við sem þjóð getum sameinast um þetta.
— Svanhvít Lilja (@svansvanhvit) January 3, 2020
Í gær sá ég pizzasendil taka handbremsubeygju inn götuna. Vel gert þú mikli starfsmaður mánaðarins, komdu þessum pizzum rjúkandi heitum á áfangastað.
— Hllgrmr Odssn (@hallgrimuro) January 3, 2020
Ég sendi dóttur mína í skólann áðan. Henni fannst ömurlega erfitt að komast á fætur eftir jólafríið.
Hann byrjar á mánudag.
— θourkniːr̥ (@thorgnyr) January 3, 2020
Keypti happþrennur handa öllum í vinnunni í dag því ég er svona stemningsmanneskja og það vann enginn nema ég (100kr) og þetta snérist algjörlega upp í andhverfu sína og stemningin var mjög þrúgandi og allir frekar svekktir.
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) January 3, 2020
Á djamminu nýlega fannst mér ég kannast við strák.
Ég: hey sorry hvað heitir þú?
Hann: *nafn*
Ég: ah okei þá þekkjumst við ekki, fannst mér kannast við þig. Góða skemmtun í kvöld!
Hann: Áslaug wtf við fórum heim saman í nóvember?
Ég:— áslaug (@gedveik) January 3, 2020
ég hef aldrei séð neinar haldbærar sannanir fyrir því að þessi svokallaði “sýslumaður” sé raunverulega til
— e̟̱̤̜̘l̝̹̜i̪͎ͅs̺̳͓̯̥a̵̰͉̮͈b̝e҉͖͍̤̲̳t̛̫̝ (@jtebasile) January 2, 2020
Syni mínum finnst snjóþotan svona líka geggjuð. pic.twitter.com/w08D3Ja3y4
— Fanney (@fanneybenjamins) January 2, 2020
Þoli ekki þegar það er gert lítið úr barnlaus fólki. Bara eins og við megum t.d. ekki tala um það að vera þreytt eftir drullu erfiða daga í skóla eða vinnu.
“Eftir hvað ert þú eiginlega þreytt, þú átt ekki einu sinni börn!”.#SkallaðuVegg
— Hildur Helgadóttir (@grildur) January 2, 2020
Besta grín ársins 2020 er strax komið – grínarar internetsins geta gert eitthvað annað það sem eftir er af árinu. pic.twitter.com/TAKgLIZ9ZC
— Sigurður Már Sig. (@siggim89) January 2, 2020
Áramótaheitið mitt er að spyrja allar konur sem ég hitti “Hvenær áttu að eiga?” svo ég lendi ekki í því sama og á síðasta ári þegar ég hitti ólétta konu en tók ekki eftir því að hún var ólétt og spurði ekki.
— Árni Torfason (@arnitorfa) January 2, 2020