Auglýsing

350 börn mættu í Tulipop áheyrnaprufur

Um 350 börn spreyttu sig á að talsetja teiknimyndir um helgina í opnum áheyrnarprufum fyrir hlutverk í nýrri Tulipop teiknimyndaþáttaröð sem fer í sýningar í Sjónvarpi Símans Premium í byrjun nýs árs. Umboðsskrifstofa leikara, Móðurskipið, hafði umsjón með prufunum í samstarfi við Tulipop Studios sem er framleiðandi teiknimynda þáttaraðarinnar „Margt býr í Tulipop“, en um er að ræða nýja metnaðarfulla íslenska teiknimynda þáttaröð sem byggir á hinum ástæla Tulipop ævintýraheimi.

Allir krakkar sem mættu spreyttu sig á að tala og syngja fyrir Tulipop persónurnar Búa, Gló, Maddý og Fredda og var mikið líf og fjör í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýrinni þar sem prufurnar voru haldnar og húsið fullt af hæfileikaríkum börnum. Áætlað er að búið verði að velja í hlutverkin fyrir lok nóvember og raddupptökur fara svo fram í framhaldinu.  

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing