Icelandari tikynnti í lok síðasta mánaðar að gera þyrfti ráðstafanir innan félagsins til að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 Max-flugvéla. En ekki er gert ráð fyrir að þær verði teknar aftur í rekstur fyrr en á nýju ári.
Í tilkynningu er þessi staða, sem hafði neikvæð áhrif á rekstur Icelandair, sögð ástæða þess að endurskoða þurfti fjölda áhafnarmeðlima fyrirtækisins. Niðurstaðar er sú að 87 flugmönnum verður sagt upp störfum 1. október næstkomandi.
„Um síðustu mánaðamót voru því gerðar tímabundnar breytingar hjá hópi flugmanna og flugstjóra, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020, þar sem m.a. 111 flugmenn voru færðir niður í 50% starf. Ákveðið hefur verið að draga þessa ráðstöfun til baka en segja þess í stað upp hluta af flugmönnum félagsins. Uppsögnin tekur gildi 1. október nk. og nær til 87 flugmanna. Icelandair vonast til þess að geta boðið flestum þeirra starf aftur næsta vor. Hjá félaginu starfa áfram um 460 flugmenn og flugstjórar,“ segir í tilkynningu Icelandair. Þetta kom fram á vef Vísis.