Auglýsing

900 af 940 flugfreyjum verður sagt upp störfum hjá Icelandair

900 af 940 flugfreyjum verður sagt upp störfum hjá Icelandair. Þetta staðfestir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélagsins, í samtali við fréttastofu rúv

En Icelandair tilkynnti í dag að rúmlega 2 þúsund starfsmönnum fyrirtækisins verður sagt upp fyrir mánaðarmót. Þeir sem verða eftir hjá félaginu verða annað hvort í skertu starfshlutfalli eða í fullu starfi á skertum launum.

Í tilkynningunni segir að mikil óvissa ríki um nánustu framtíð fyrirtækisins vegna kórónuveirufaraldursins og að aðgerðirnar séu liður í að búa félagið undir „órætt tímabil“ þar sem starfsemi þess verður í lágmarki.

Þar kemur einnig fram að á undanförnum vikum hafi félagið leitað allra leiða til að draga úr útstreymi fjármagns. Þær aðgerðir hafa meðal annars falist í því að semja við birgja og fjármögnunarfyrirtæki.

„Stærsti kostnaðarliður félagsins er eftir sem áður launakostnaður og er því nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að draga úr þeim kostnaði.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing