Auglýsing

A Song Called Hate – besta heimildamyndin á See You Sound hátíðinni

A Song Called Hate var í gær valin besta heimildamyndin í fullri lengd á ítölsku kvikmyndahátíðinni See You Sound.

 Það var kvikmyndagerðarmaðurinn Stephen Kijak sem veitti dómnefndinni forystu. Við verðlaunaafhendinguna sagði hann:

„Heimildamyndin heldur áhorfandanum föngnum allan tíman bæði á vitrænan og pólitískan hátt með því að sýna hvernig listamenn velta fyrir sér flóknum spurningum um eitt erfiðasta deilumál okkar tíma. Hún hvetur til samkenndar og og sýnir áhorfandanum inn í kjarna átakana með mjög mannlegum hætti þar sem tónlistin spilar líka stórt hlutverk. Tökur og klipping myndarinnar er mjög fagmannleg í alla staði og augnablikin í henni eiga eftir að lifa miklu lengur en úrslitakvöld á Eurovision.“ 

 Upptökur af verðlaunaafhendingunni og viðtal við leikstjórann Önnu Hildi Hildibrandsdóttur.

https://vimeo.com/517136355

 Myndin var forsýnd í Hákskólabíói fimmtudagskvöldið sl. við góðar undirtektir. Hún er í almennum sýningum í viku. Miðasala er hafin hér https://bio.smarabio.is/haskolabio/movie/a-song-called-hate

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing