Auglýsing

A Song Called Hate – Sérsýning með umræðum annað kvöld

A Song Called Hate – Hlutverk listarinnar og listamanna

Fimmtudagskvöldið 4. mars verður boðið upp á umræður að lokinni sýningu heimildarmyndarinnar A Song Called Hate. Sýningin fer fram í sal 1 í Háskólabíói kl. 19:30 og umræður hefjast strax að henni lokinni kl. 21:00.

Fríða Björg Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands stýrir umræðunum en  Hollnemar Listaháskólans Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan ásamt leikstjóranum Önnu Hildi Hildibrandsdóttur sitja fyrir svörum.

Eurovisiongjörningur Hatara árið 2019 var umdeildur og um tíma virtist sem spjótin stæðu á þeim úr öllum áttum. Leikstjóri myndarinnar, Anna Hildur, lagði upp með spurninguna um hvort óþekktir jaðarlistamenn frá Íslandi gætu brotist í gegnum meginstrauminn með skilaboð sín. Á leiðinni vöknuðu hins vegar margar spurningar um hlutverk listarinnar og listamannsins í samfélaginu og má nefna að Ragnar Kjartansson myndlistarmaður og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru meðal viðmælenda í myndinni.

Almennt miðaverð er 1.995,- krónur en boðið er upp á 10% afslátt á þessa sýningu fyrir þá sem kaupa miða í forsölu fyrir kl. 17 á sýningardag hér:

https://bio.smarabio.is/haskolabio/movie/a-song-called-hate

Hljómsveitin Hatari hafði starfað í jaðarsenu íslensku menningarlífi frá árinu 2016 og var lítt þekkt. Það breyttist eftirminnilega árið 2019 þegar meðlimir hennar, Matthías Tryggvi Haraldsson, Klemens Hannigan og Einar Hrafn Stefánsson, ákváðu að senda lagið Hatarið mun sigra í Söngvakeppni sjónvarpsins. Var þetta grín eða alvara hjá þessu and-kapítalíska BDSM teknóbandi? Var þetta brandari sem gekk of langt?

Viðbrögðin voru hörð og um tíma virtust allir hata hatara. Hatari er þriggja manna hljómsveit en Eurovisiongjörningurinn samanstóð af 13 manns sem hafði að geyma dansara, leikara og hönnuði.  Saman lögðu þau af stað í óvissuferð þann 2. maí 2019 sem enginn vissi hvernig myndi enda. Staðráðin í að taka sér dagskrárvaldið og setja Eurovision í pólitískt samhengi átakanna á milli Ísrael og Palestínu lögðu þau af stað með fyrirheit um óvæntar uppákomur.

 Kynningarstykla um myndina

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing