Þórir Már er ungur pródúser sem er búsettur í Berlín. Hann fór ungur að árum að gera tónlist en hann segir áhuginn hafa kviknað fyrir alvöru þegar hann var að læra grafíska hönnun í LHÍ.
Eftir Listaháskólann ákvað hann að flytja til Þýskalands, þá 25 ára gamall, og læra að verða pródúser og ætlaði hann sér að verða upptökustjóri eða engineer. Í Berlín kynntist hann tónlistarmanninnum Lord Pusswhip og í gegnum hann kynntist Þórir alskonar þýskumælandi röppurum eins og Caramelo, Johnny5 og Yung Hurn.
Þórir og Yung Hurn unnu síðar að plötu saman sem kom út undir lok síðasta árs. Platan heitir Y og samanstendur af þrettán lögum. Hún sló vægast sagt í gegn í Þýskalandi og fór upp í fimmta sæti á vinsældalista Þýskalands.
Þórir segir tónlist vera það listform sem alltaf hefur snert mest við honum. „Að fara á tónleika og finna titringinn eða að hlusta á lag og fá gæsahúð. Það er eitthvað svo fallegt.“
Þetta kom fram á vef 101live.is