Auglýsing

„Að fletta Bændablaðinu er eins og að vera á þorrablóti áður en ég varð vegan“

Jón Gnarr sprengir öll tímamörk í nýjum hlaðvarpsþætti Kaupfélagsins þar sem hann fjallar um allt annað en smáauglýsingar Bændablaðsins, sem þó er meginefni þáttarins. Hlustendum er bent á að njóta hlaðvarpsins ef þeir eru á leið í millilandaflug eða sitja í löngum bílaröðum á heiðarvegum. Til hægðarauka er þátturinn tvískiptur að þessu sinni, fyrri og seinni hluti.

„Að fletta Bændablaðinu er eins og að vera á þorrablóti áður en ég varð vegan. Mig langar í allt þarna og auðvitað eru misjafnlega áhugaverðar greinar. Ég viðurkenni það alveg. Hér er mjög áhugaverð grein um þær 25 rækjutegundir sem finnast við Íslandsstrendur. Ég hef engan svakalegan áhuga á því en það hefur einhver annar!“ segir Jón.

Hlustendur geta átt notalega stund með kaupfélagsstjóranum Jóni Gnarr sem er ekkert óviðkomandi á Soundcloud, Spotify og öllum öðrum helstu hlaðvarpsveitum.

Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni, í tveim hlutum þó.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing